„Stríðið krefst mannabreytinga hjá stjórnvöldum,“ sagði David Arakhamia, þingmaður og náinn samstarfsmaður Selenskís Úkraínuforseta, á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. Reuters greinir frá.
Reznikov hverfur þó ekki alfarið frá stjórnmálum og verður skipaður í annað ráðherraembætti, að sögn Arakhamia.
Hann segir að ráðuneytum, sem tengjast stríðinu, ætti ekki að vera stýrt af stjórnmálamönnum heldur mönnum með reynslu af hernaði.