Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2023 18:28 Víðir Reynisson segir ekki ólíklegt að veðurvörun fyrir allt landið á þriðjudag verði appelsínugul. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir. Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir.
Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13
„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32