„Allt sem átti að vera inni í höfðinu var ekkert inni í höfðinu lengur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 09:00 Í nýjasta þætti af Baklandinu var meðal annars rætt við sjúkraflutningamanninn Höskuld Sverri Friðriksson. Stöð 2 „Ég gleymi þessu aldrei því þetta hef ég aldrei séð, fyrr né síðar,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Höskuldur Sverrir Friðriksson, sem rætt var við í nýjasta þætti af Baklandinu. Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn
Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30
„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36
Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31