Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:00 Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir yfirvöld þurfa að bregðast við. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu. Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira