Björgvin Karl þriðji á nýja heimslistanum og Þuríður Erla besta íslenska konan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 11:00 Björgvin Karl Guðmundsson er eins stöðugur og þeir gerast og það hjálpar honum upp í þriðja sæti heimslistans. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti á nýja heimslista CrossFit samtakanna sem kynntur var í gær. Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla. CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla.
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira