Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 20:03 Lára V. Júlíusdóttir er sérfræðingur í vinnurétti. Vísir/Arnar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. Í dag var greint frá því að Samtök atvinnulífsins teldu ólöglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Mál samtakanna gegn Eflingu var þingfest hjá Félagsdómi í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagðist hún telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA muni greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót, standist skoðun. Þá benti hún á að Efling hefði ekki viljað afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, á sama tíma og boðað hefði verið til mögulegrar vinnustöðvunar hjá félögum í Eflingu. „Vegna ómöguleikans er ekki hægt að bera hana undir atkvæði og þá er spurning hvort hægt er að hefja verkfallsaðgerðir á þeim tíma. Þetta er eitthvað sem Félagsdómur fer núna að fjalla um,“ sagði Lára. Hún sagðist ekki vilja segja með afgerandi hætti til um hvort vinnustöðvunin teldist lögleg. „Mér finnst hins vegar sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun, sem búið er að boða, út frá þessu.“ Telur miðlunartillöguna standast Lára ræddi einnig um stjórnsýslukæru Eflingar til félagsmálaráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Málsástæður kærunnar eru þær að ekki hafi verið haft samráð við Eflingu við gerð hennar, sem og skortur á réttmæti, meðalhófu og janfræði. „Mér sýnist hafa verið haft fullt samráð um framlagningu þessarar miðlunartillögu. Allavega áttu þau löng samtöl þarna, sama dag og miðlunartillagan var boðuð, og ákvæði stjórnsýsluréttarins geta ekki náð til miðlunartillögu sem slíkrar. Þetta er tillaga, ekki ákvörðun sem búið er að taka. Ríkissáttasemjari hefur fullar heimildir til að leggja fram tillögu, og lögin gera bara ráð fyrir því að þegar hún hefur verið lögð fram fari fram atkvæðagreiðsla um hana.“ Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í dag var greint frá því að Samtök atvinnulífsins teldu ólöglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Mál samtakanna gegn Eflingu var þingfest hjá Félagsdómi í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagðist hún telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA muni greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót, standist skoðun. Þá benti hún á að Efling hefði ekki viljað afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, á sama tíma og boðað hefði verið til mögulegrar vinnustöðvunar hjá félögum í Eflingu. „Vegna ómöguleikans er ekki hægt að bera hana undir atkvæði og þá er spurning hvort hægt er að hefja verkfallsaðgerðir á þeim tíma. Þetta er eitthvað sem Félagsdómur fer núna að fjalla um,“ sagði Lára. Hún sagðist ekki vilja segja með afgerandi hætti til um hvort vinnustöðvunin teldist lögleg. „Mér finnst hins vegar sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun, sem búið er að boða, út frá þessu.“ Telur miðlunartillöguna standast Lára ræddi einnig um stjórnsýslukæru Eflingar til félagsmálaráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Málsástæður kærunnar eru þær að ekki hafi verið haft samráð við Eflingu við gerð hennar, sem og skortur á réttmæti, meðalhófu og janfræði. „Mér sýnist hafa verið haft fullt samráð um framlagningu þessarar miðlunartillögu. Allavega áttu þau löng samtöl þarna, sama dag og miðlunartillagan var boðuð, og ákvæði stjórnsýsluréttarins geta ekki náð til miðlunartillögu sem slíkrar. Þetta er tillaga, ekki ákvörðun sem búið er að taka. Ríkissáttasemjari hefur fullar heimildir til að leggja fram tillögu, og lögin gera bara ráð fyrir því að þegar hún hefur verið lögð fram fari fram atkvæðagreiðsla um hana.“
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09