Mega ekki skíra barnið sitt Kisu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. janúar 2023 21:22 Taldi nefndin merkingu nafnsins vera óvirðulega og gæti orðið nafnbera til ama. Vísir/AP Xavier, Æja, Klaría og Hyrrokkin eru á meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum. Alls voru sextán beiðnir teknar fyrir á fundinum og voru þær allar samþykktar nema ein. Önnur eiginnöfn sem voru samþykkt voru kvenkynsnöfnin Adolfína, Sólbráð, Nathalía og Valía og karlkynsnöfnin Bendt, Múr, Sonny, Hachim og Zachary. Þá féllst nefndin á föðurkenninguna Mikaelsson. Nefndin hafnaði hins vegar eiginnafninu Kisa en taldi nefndin merkingu nafnsins vera óvirðulega og gæti orðið nafnbera til ama. Í úrskurði segir meðal annars: Eiginnafnið Kisa tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kisu, og er ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Aftur á móti reynir hér á hvort uppfyllt sé skilyrði um að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nafnið Kisa er leitt af samnafninu kisa sem er gæluheiti vel þekktrar dýrategundar. Þótt dýraheiti séu til sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru gæluheiti húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn. Þá kemur fram að í greinargerð með lögum um mannanöfn segir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Mannanöfn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Alls voru sextán beiðnir teknar fyrir á fundinum og voru þær allar samþykktar nema ein. Önnur eiginnöfn sem voru samþykkt voru kvenkynsnöfnin Adolfína, Sólbráð, Nathalía og Valía og karlkynsnöfnin Bendt, Múr, Sonny, Hachim og Zachary. Þá féllst nefndin á föðurkenninguna Mikaelsson. Nefndin hafnaði hins vegar eiginnafninu Kisa en taldi nefndin merkingu nafnsins vera óvirðulega og gæti orðið nafnbera til ama. Í úrskurði segir meðal annars: Eiginnafnið Kisa tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kisu, og er ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Aftur á móti reynir hér á hvort uppfyllt sé skilyrði um að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nafnið Kisa er leitt af samnafninu kisa sem er gæluheiti vel þekktrar dýrategundar. Þótt dýraheiti séu til sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru gæluheiti húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn. Þá kemur fram að í greinargerð með lögum um mannanöfn segir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama.
Mannanöfn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira