Kristjana: Erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð Stefán Snær Ágústsson skrifar 29. janúar 2023 22:08 Kristjana Eir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Hulda Margrét Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“ Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sjá meira
„Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“
Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00