Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Ellen Geirsdóttir Håkansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. janúar 2023 09:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur óskað eftir inngripi vinnumarkaðsráðherra í deilu félagsins við ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. Þá gagnrýnir hún að ríkissáttarsemjari hafi ekki dregið tillögu sína til baka þrátt fyrir hvatningu til þess en Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá til þess að framkvæma megi atkvæðagreiðslu um tillöguna. „Þrátt fyrir augljósa lagalega annmarka, skýrar vísbendingar um hlutdrægni, stórkostlega skert traust verkalýðshreyfingarinnar á embætti ríkissáttasemjara og fjölmargar áskoranir um að embættið dragi svonefnda miðlunartillögu sína til baka hefur embættið ekki gert það, heldur þvert á móti aukið á forherðingu sína,“ skrifar Sólveig. Hún segir það hafa komið berlega í ljós á föstudag þegar ríkissáttasemjari óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að birta Eflingu fyrirkall þar sem krafist er afhendingar á félagatali Eflingar. Sólveig segir að fyrir slíku séu ekki lagalegar heimildir, eins og félagið hafi lýst í samskiptum við ríkissáttasemjara. „Í ljósi pólitískrar og stjórnsýslulegrar ábyrgðar þinnar á framlagningu ríkissáttasemjara á svokallaðri miðlunartillögu, svo og á tilhæfulausri kröfu embættisins um afhendingu gagna úr félagaskrá Eflingar, geri ég kröfu um að fá áheyrn þína án tafar,“ skrifar Sólveig og ávarpar þar Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra. Hún hefur óskað eftir fundi með ráðherra á mánudag en þann dag mun héraðsdómur taka beiðni ríkissáttasemjara fyrir og niðurstaða mun liggja fyrir í atkvæðagreiðslu Eflingarfélaga á Íslandshótelum um verkfallsboð. „Ég undirstrika við þig að um er að ræða grafalvarlegt fordæmisgefandi mál sem snýr að lögmæti stofnana aðila vinnumarkaðarins, grundvallarréttindum vinnandi fólks og því trausti sem verkafólki verður unnt að bera til opinbers ramma vinnumarkaðsmála á Íslandi til framtíðar,“ skrifar Sólveig. „Ég bið þig að vanmeta ekki þann þunga sem Efling - stéttarfélag mun fyrir sitt leyti setja í viðbrögð vegna þessa máls og eftir atvikum beina að þeim stofnunum hins opinbera sem á því bera ábyrgð. Því höfða ég til ábyrgðar þinnar sem ráðherra vinnumarkaðsmála að verða við ósk minni um fund án vífilengja.“ Bréf Sólveigar má sjá í heild sinni í færslunni hér að neðan. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Þá gagnrýnir hún að ríkissáttarsemjari hafi ekki dregið tillögu sína til baka þrátt fyrir hvatningu til þess en Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá til þess að framkvæma megi atkvæðagreiðslu um tillöguna. „Þrátt fyrir augljósa lagalega annmarka, skýrar vísbendingar um hlutdrægni, stórkostlega skert traust verkalýðshreyfingarinnar á embætti ríkissáttasemjara og fjölmargar áskoranir um að embættið dragi svonefnda miðlunartillögu sína til baka hefur embættið ekki gert það, heldur þvert á móti aukið á forherðingu sína,“ skrifar Sólveig. Hún segir það hafa komið berlega í ljós á föstudag þegar ríkissáttasemjari óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að birta Eflingu fyrirkall þar sem krafist er afhendingar á félagatali Eflingar. Sólveig segir að fyrir slíku séu ekki lagalegar heimildir, eins og félagið hafi lýst í samskiptum við ríkissáttasemjara. „Í ljósi pólitískrar og stjórnsýslulegrar ábyrgðar þinnar á framlagningu ríkissáttasemjara á svokallaðri miðlunartillögu, svo og á tilhæfulausri kröfu embættisins um afhendingu gagna úr félagaskrá Eflingar, geri ég kröfu um að fá áheyrn þína án tafar,“ skrifar Sólveig og ávarpar þar Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra. Hún hefur óskað eftir fundi með ráðherra á mánudag en þann dag mun héraðsdómur taka beiðni ríkissáttasemjara fyrir og niðurstaða mun liggja fyrir í atkvæðagreiðslu Eflingarfélaga á Íslandshótelum um verkfallsboð. „Ég undirstrika við þig að um er að ræða grafalvarlegt fordæmisgefandi mál sem snýr að lögmæti stofnana aðila vinnumarkaðarins, grundvallarréttindum vinnandi fólks og því trausti sem verkafólki verður unnt að bera til opinbers ramma vinnumarkaðsmála á Íslandi til framtíðar,“ skrifar Sólveig. „Ég bið þig að vanmeta ekki þann þunga sem Efling - stéttarfélag mun fyrir sitt leyti setja í viðbrögð vegna þessa máls og eftir atvikum beina að þeim stofnunum hins opinbera sem á því bera ábyrgð. Því höfða ég til ábyrgðar þinnar sem ráðherra vinnumarkaðsmála að verða við ósk minni um fund án vífilengja.“ Bréf Sólveigar má sjá í heild sinni í færslunni hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22
Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31