Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 83-86 | Gestirnir upp úr fallsæti eftir sigur á Egilsstöðum Gunnar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2023 21:00 Þór Þorlákshöfn vann mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn komst upp fyrir ÍR í fallbaráttu Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir 83-86 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Þór hafði forustuna allan leikinn en Hetti tókst að hleypa spennu í hann undir lokin. Þórsliðið státar af hröðum sóknarleik og lagði af stað með hann strax í byrjun. Andstæðingar Hattar í síðustu leikjum hafa spilað boltanum inn í teiginn til að safna vörn Hattar saman þar, en sent síðan út til að skjóta þriggja stiga skotum. Það hefur þeim lukkast nokkuð vel og Þór var ekki undantekning frá því framan af leik því nýtingin eftir fyrsta leikhluta var 83%. Á sama tíma snérust skot heimamanna upp úr körfunni. Staðan eftir fyrstu tíu mínúturnar var 18-23 en Höttur hafði þá skorað sjö stig í röð. Styrmir Snær Þrastarson fór mikinn fyrir Þórsara í fyrri hálfleik, tróð og skaut niður þriggja stiga skotum á víxl. Í hálfleik var hann kominn í 18 stig og forskot gestanna 33-43. Þórsarar sigldu áfram sína ferð í þriðja leikhluta, þar sem lítið fór fyrir vörnum liðanna framan af. Þór hafði þar í kringum 15 stiga forustu og var 57-69 yfir fyrir síðasta leikhlutann. Höttur náði að hægja á Styrmi en þá mætti Fotios Lampropoulos og setti niður fimmtán stig. Réðist samt á síðasta skoti Höttur saxaði smám saman niður muninn í fjórða leikhluta þannig að fjör hljóp í leikinn rúmlega síðustu mínútuna. Fyrst fór að fara um Þórsara þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, eftir fjögur stig í röð var staðan orðin 73-80 og Lárus Jónsson tók leikhlé. Höttur hélt áfram og skoraði næstu fimm stig, minnkaði muninn í 78-80. Þá náði Fotios þriggja stiga skoti og bjó til nýja brekku fyrir Hött, 78-83, þegar um mínúta var eftir. Höttur svaraði þó strax í sömu mynt, 81-84 og bætti við tveimur af vítalínunni í næstu sókn þannig staðan var orðin 83-84. Þórsarar fóru í hraða sókn en boltinn rann úr greipum Fotios undir pressu frá Obie Trotter. Dómarnir dæmdu Þór boltann og breyttu ekki þeirri ákvörðun eftir að hafa skoðað upptöku, enda atvikið í erfiðu sjónarhorni frá þeim. Sextán sekúndur voru þá eftir, Þór tók leikhlé og gat spilað út tímann. Hattarmenn brutu á Vincent Shahid þegar 13, sekúndur voru eftir. Hann setti niður bæði skot sín. Höttur tók leikhlé og hóf leik með innkasti hægra megin á vallarhelmingi Þórs. Þórsarar vörðust á þeim væng, boltinn gekk í gegnum teiginn út á Bryan Alberts sem fór upp í þriggja stiga skot, enda ekki annað í stöðunni fyrri Hött til að jafna. Það dreif ekki einu sinni á körfuna en samherjar hans náðu boltanum og komu honum út í vinstra hornið þangað sem Alberts hafði fært sig. Hann fékk annað skotfæri en boltinn skoppaði af hringnum fjær. Þetta var fjórði sigur Þórs í vetur og með honum fór liðið upp fyrir ÍR í 10. sætið. Tim Guers hjá Hetti var stigahæstur í leiknum með 27 stig en þeir Shahid og Fotios skoruðu 23 fyrir Þór. Af hverju vann Þór? Liðið byrjaði betur, hitti vel og náði að spila fína vörn framan af leik. Þar með myndaðist brekka fyrir Hött sem liðið var lengi að klífa. Þegar Höttur lokaði á einn sóknarmann Þórs tók sá næsti við. Hvað gekk illa? Höttur var með 19% nýtingu, 3/16 eftir fyrri hálfleik. Bæði voru sum skotin þvinguð en stundum óheppni, tvö skot snérust upp úr hringnum og svo fram eftir götunum. Þá var Hetti um megn að ná að stöðva sókn Þórs. Hvað er næst? Þór mætir botnliðið KR í fallslag í næstu viku. Ef liðið vinnur þann leik líka þá hefur það lyft sér þokkalega af botninum og getur farið að horfa í átt að úrslitakeppninni. Höttur átti ekki góðan janúarmánuð, vann ekki leik en heldur næst norður á Sauðarkrók. Þeir fengu að komast upp með morð í lokin Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sagði dómarana hafa misst tökin síðustu fimm mínúturnar í 83-86 sigri liðsins á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Þór var með tökin á leiknum fram að því en úrslitin réðust að lokum á síðasta skotinu. „Við vorum með stjórnina en mér fannst Höttur eiginlega komast upp með morð í vörninni. Þegar Styrmir [Snær Þrastarson] keyrði að körfunni var hann tæklaður og Vincent [Shahid] var haldið. Mér fannst dómararnir missa tökin síðustu fimm mínúturnar. Ég nöldra yfirleitt ekki yfir dómurunum en þetta fannst mér rosalegt“ Lárus gladdist annars yfir sigrinum og einkum varnarleik Þórs í kvöld. „Mér fannst við vinna þennan leik á vörninni í fyrri hálfleik. Það er langt síðan við höfum unnið leik á vörninni en það veit á gott því við höfum verið að vinna með hana og gerum áfram. Stór hluti af því að hún hefur batnað er Jordan [Semple]. Hann kemur með lengd, getur tekið fráköst og skipst á skrínum. Ég hef engar áhyggjur af sókninni, hún kemur.“ Þór hitti vel í fyrri hálfleik en Lárus hefði samt viljað bæta ýmislegt í sóknarleiknum. „Hann gekk nokkuð vel en við töpuðum samt 19 boltum sem er eiginlega það sem heldur Hetti inni í leiknum.“ Styrmir Snær, Vincent og Fotios Lampropoulos skoruðu allir yfir 20 stig og skiptust á að draga vagninn fyrir Þór. „Það er hægt að nefna þá en ef horft er á hjá hvaða leikmanni munurinn var mestur þá var það Dabbi kóngur [Davíð Arnar Ágústsson]. Hann tekur til sín, getur sett opin skot og passar að boltinn gangi í sókninni.“ Með sigrinum komst Þór upp fyrir ÍR og upp úr fallsæti. Þá stendur liðið betur að vígi gegn Hetti í innbyrðisviðureignum sem ræður röð liða verði þau jöfn að stigum í lok tímabils. „Við töluðum um það í hálfleik og leiknum að stigin skiptu ekki máli, bara að vinna því allir sigrar eru okkur dýrmætir. Á morgun er endurheimt og svo er það áfram gakk því það er KR næst sem er risaleikur.“ Hef séð það svartara Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson sagði enga ástæðu til að hafa áhyggjur þótt Höttur hefði tapað sínum þriðja leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lá heima 83-86 fyrir Þór Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar höfðu stjórnina á leiknum fram í fjórða leikhluta og Höttur átti færi á að jafna í síðustu sókninni. „Við vorum of linir varnarlega og ekki nógu góðir. Við náum ekki að stoppa þá í þrjá leikhluta þannig að holan varð djúp en við gerðum vel í að berjast til baka. Þórsararnir gerðu vel, hittu svakalega í fyrri hálfleik en við gáfum þeim of mörg skot framan af. Kannski var það uppleggið frá mér. Ég á eftir að horfa á leikinn aftur en gagnrýni er kannski á mig fyrir að hafa ekki breytt vörninni fyrr. Það kom meiri ákefð í hana og við náðum að gera þeim erfiðra fyrri eftir að við breyttum boltaskrínsvörninni og hvernig við hreyfðum vörnina. Síðan setur Fotios þrist upp á toppnum (staðan var 78-80 og mínúta eftir). Það er eina skiptið í fjórða leikhluta sem varnarleikurinn á boltann er ekki nógu góður en Fotios var góður, hittu úr 4/5 þriggja stiga skotum.“ Tímabilið ræðst ekki á einu kvöldi Sóknarleikur Hattar var að auki sveiflukenndur. „Körfuboltaleikir ganga í sveiflum, það er ekkert allt ofan í. Það hafa hins vegar komið stórir kaflar þar sem við erum of hægir. Í þessum leik hættum við að pósta upp. Ef það er skipting undir þá verður að skrína eða sækja á bakvörðunum. Við þurfum að gera aðeins meira af því.“ Leikurinn átti upphaflega að fara fram á fimmtudag en var frestað þar til í kvöld þar sem innanlandsflug lá niðri. Höttur fer síðan norður í land og spilar gegn Tindastóli næsta fimmtudag. „Við höfum nægan tíma til að hlaða batteríin.“ Janúarmánuður er senn á enda án þess að Höttur hafi unnið leik innan hans. Liðið er samt enn í níunda sæti. „Við höfum verið í verri stöðu – ég hef séð það svarta. Það er óþarfi að vera mjög áhyggjufullur því við erum á allt í lagi stað. Við þurfum að halda áfram að vinna og bæta okkur. Tímabilið stendur ekki eða fellur á einu kvöldi. Við fengum fullt af góðum hlutum til að byggja á, sérstaklega í fjórða leikhluta.“ Ánægður með nýja manninn Höttur bætti við sig nýjum leikmanni í kvöld. Bakvörðurinn Bryan Alberts, sem reyndar spilaði með liðinu fyrir tveimur árum, skoraði sjö stig í kvöld. „Hann gerði, náði að búa til körfur þegar við vorum að ströggla í sókninni. Með honum getum við skipt meira á bakvarðastöðunum og getum þannig spilað hraðar út í gegnum leikina. Á köflum hefur það verið vandamál hve hægir við erum. Þótt við séum góðir í því þá þurfum við að geta spilað fjölbreyttan leik.“ Eru fleiri breytingar á leikmannahópnum í farvatninu? Nei – heldurðu það? Ég bara spyr? Ekki nema ég verði rekinn. Maður þjálfar fyrir djobbinu sínu þessa dagana. Það er helst hætta á því. Heldurðu að það sé einhver hætta? Já, ég gæti alveg trúað því, já. Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn komst upp fyrir ÍR í fallbaráttu Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir 83-86 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Þór hafði forustuna allan leikinn en Hetti tókst að hleypa spennu í hann undir lokin. Þórsliðið státar af hröðum sóknarleik og lagði af stað með hann strax í byrjun. Andstæðingar Hattar í síðustu leikjum hafa spilað boltanum inn í teiginn til að safna vörn Hattar saman þar, en sent síðan út til að skjóta þriggja stiga skotum. Það hefur þeim lukkast nokkuð vel og Þór var ekki undantekning frá því framan af leik því nýtingin eftir fyrsta leikhluta var 83%. Á sama tíma snérust skot heimamanna upp úr körfunni. Staðan eftir fyrstu tíu mínúturnar var 18-23 en Höttur hafði þá skorað sjö stig í röð. Styrmir Snær Þrastarson fór mikinn fyrir Þórsara í fyrri hálfleik, tróð og skaut niður þriggja stiga skotum á víxl. Í hálfleik var hann kominn í 18 stig og forskot gestanna 33-43. Þórsarar sigldu áfram sína ferð í þriðja leikhluta, þar sem lítið fór fyrir vörnum liðanna framan af. Þór hafði þar í kringum 15 stiga forustu og var 57-69 yfir fyrir síðasta leikhlutann. Höttur náði að hægja á Styrmi en þá mætti Fotios Lampropoulos og setti niður fimmtán stig. Réðist samt á síðasta skoti Höttur saxaði smám saman niður muninn í fjórða leikhluta þannig að fjör hljóp í leikinn rúmlega síðustu mínútuna. Fyrst fór að fara um Þórsara þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, eftir fjögur stig í röð var staðan orðin 73-80 og Lárus Jónsson tók leikhlé. Höttur hélt áfram og skoraði næstu fimm stig, minnkaði muninn í 78-80. Þá náði Fotios þriggja stiga skoti og bjó til nýja brekku fyrir Hött, 78-83, þegar um mínúta var eftir. Höttur svaraði þó strax í sömu mynt, 81-84 og bætti við tveimur af vítalínunni í næstu sókn þannig staðan var orðin 83-84. Þórsarar fóru í hraða sókn en boltinn rann úr greipum Fotios undir pressu frá Obie Trotter. Dómarnir dæmdu Þór boltann og breyttu ekki þeirri ákvörðun eftir að hafa skoðað upptöku, enda atvikið í erfiðu sjónarhorni frá þeim. Sextán sekúndur voru þá eftir, Þór tók leikhlé og gat spilað út tímann. Hattarmenn brutu á Vincent Shahid þegar 13, sekúndur voru eftir. Hann setti niður bæði skot sín. Höttur tók leikhlé og hóf leik með innkasti hægra megin á vallarhelmingi Þórs. Þórsarar vörðust á þeim væng, boltinn gekk í gegnum teiginn út á Bryan Alberts sem fór upp í þriggja stiga skot, enda ekki annað í stöðunni fyrri Hött til að jafna. Það dreif ekki einu sinni á körfuna en samherjar hans náðu boltanum og komu honum út í vinstra hornið þangað sem Alberts hafði fært sig. Hann fékk annað skotfæri en boltinn skoppaði af hringnum fjær. Þetta var fjórði sigur Þórs í vetur og með honum fór liðið upp fyrir ÍR í 10. sætið. Tim Guers hjá Hetti var stigahæstur í leiknum með 27 stig en þeir Shahid og Fotios skoruðu 23 fyrir Þór. Af hverju vann Þór? Liðið byrjaði betur, hitti vel og náði að spila fína vörn framan af leik. Þar með myndaðist brekka fyrir Hött sem liðið var lengi að klífa. Þegar Höttur lokaði á einn sóknarmann Þórs tók sá næsti við. Hvað gekk illa? Höttur var með 19% nýtingu, 3/16 eftir fyrri hálfleik. Bæði voru sum skotin þvinguð en stundum óheppni, tvö skot snérust upp úr hringnum og svo fram eftir götunum. Þá var Hetti um megn að ná að stöðva sókn Þórs. Hvað er næst? Þór mætir botnliðið KR í fallslag í næstu viku. Ef liðið vinnur þann leik líka þá hefur það lyft sér þokkalega af botninum og getur farið að horfa í átt að úrslitakeppninni. Höttur átti ekki góðan janúarmánuð, vann ekki leik en heldur næst norður á Sauðarkrók. Þeir fengu að komast upp með morð í lokin Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sagði dómarana hafa misst tökin síðustu fimm mínúturnar í 83-86 sigri liðsins á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Þór var með tökin á leiknum fram að því en úrslitin réðust að lokum á síðasta skotinu. „Við vorum með stjórnina en mér fannst Höttur eiginlega komast upp með morð í vörninni. Þegar Styrmir [Snær Þrastarson] keyrði að körfunni var hann tæklaður og Vincent [Shahid] var haldið. Mér fannst dómararnir missa tökin síðustu fimm mínúturnar. Ég nöldra yfirleitt ekki yfir dómurunum en þetta fannst mér rosalegt“ Lárus gladdist annars yfir sigrinum og einkum varnarleik Þórs í kvöld. „Mér fannst við vinna þennan leik á vörninni í fyrri hálfleik. Það er langt síðan við höfum unnið leik á vörninni en það veit á gott því við höfum verið að vinna með hana og gerum áfram. Stór hluti af því að hún hefur batnað er Jordan [Semple]. Hann kemur með lengd, getur tekið fráköst og skipst á skrínum. Ég hef engar áhyggjur af sókninni, hún kemur.“ Þór hitti vel í fyrri hálfleik en Lárus hefði samt viljað bæta ýmislegt í sóknarleiknum. „Hann gekk nokkuð vel en við töpuðum samt 19 boltum sem er eiginlega það sem heldur Hetti inni í leiknum.“ Styrmir Snær, Vincent og Fotios Lampropoulos skoruðu allir yfir 20 stig og skiptust á að draga vagninn fyrir Þór. „Það er hægt að nefna þá en ef horft er á hjá hvaða leikmanni munurinn var mestur þá var það Dabbi kóngur [Davíð Arnar Ágústsson]. Hann tekur til sín, getur sett opin skot og passar að boltinn gangi í sókninni.“ Með sigrinum komst Þór upp fyrir ÍR og upp úr fallsæti. Þá stendur liðið betur að vígi gegn Hetti í innbyrðisviðureignum sem ræður röð liða verði þau jöfn að stigum í lok tímabils. „Við töluðum um það í hálfleik og leiknum að stigin skiptu ekki máli, bara að vinna því allir sigrar eru okkur dýrmætir. Á morgun er endurheimt og svo er það áfram gakk því það er KR næst sem er risaleikur.“ Hef séð það svartara Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson sagði enga ástæðu til að hafa áhyggjur þótt Höttur hefði tapað sínum þriðja leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lá heima 83-86 fyrir Þór Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar höfðu stjórnina á leiknum fram í fjórða leikhluta og Höttur átti færi á að jafna í síðustu sókninni. „Við vorum of linir varnarlega og ekki nógu góðir. Við náum ekki að stoppa þá í þrjá leikhluta þannig að holan varð djúp en við gerðum vel í að berjast til baka. Þórsararnir gerðu vel, hittu svakalega í fyrri hálfleik en við gáfum þeim of mörg skot framan af. Kannski var það uppleggið frá mér. Ég á eftir að horfa á leikinn aftur en gagnrýni er kannski á mig fyrir að hafa ekki breytt vörninni fyrr. Það kom meiri ákefð í hana og við náðum að gera þeim erfiðra fyrri eftir að við breyttum boltaskrínsvörninni og hvernig við hreyfðum vörnina. Síðan setur Fotios þrist upp á toppnum (staðan var 78-80 og mínúta eftir). Það er eina skiptið í fjórða leikhluta sem varnarleikurinn á boltann er ekki nógu góður en Fotios var góður, hittu úr 4/5 þriggja stiga skotum.“ Tímabilið ræðst ekki á einu kvöldi Sóknarleikur Hattar var að auki sveiflukenndur. „Körfuboltaleikir ganga í sveiflum, það er ekkert allt ofan í. Það hafa hins vegar komið stórir kaflar þar sem við erum of hægir. Í þessum leik hættum við að pósta upp. Ef það er skipting undir þá verður að skrína eða sækja á bakvörðunum. Við þurfum að gera aðeins meira af því.“ Leikurinn átti upphaflega að fara fram á fimmtudag en var frestað þar til í kvöld þar sem innanlandsflug lá niðri. Höttur fer síðan norður í land og spilar gegn Tindastóli næsta fimmtudag. „Við höfum nægan tíma til að hlaða batteríin.“ Janúarmánuður er senn á enda án þess að Höttur hafi unnið leik innan hans. Liðið er samt enn í níunda sæti. „Við höfum verið í verri stöðu – ég hef séð það svarta. Það er óþarfi að vera mjög áhyggjufullur því við erum á allt í lagi stað. Við þurfum að halda áfram að vinna og bæta okkur. Tímabilið stendur ekki eða fellur á einu kvöldi. Við fengum fullt af góðum hlutum til að byggja á, sérstaklega í fjórða leikhluta.“ Ánægður með nýja manninn Höttur bætti við sig nýjum leikmanni í kvöld. Bakvörðurinn Bryan Alberts, sem reyndar spilaði með liðinu fyrir tveimur árum, skoraði sjö stig í kvöld. „Hann gerði, náði að búa til körfur þegar við vorum að ströggla í sókninni. Með honum getum við skipt meira á bakvarðastöðunum og getum þannig spilað hraðar út í gegnum leikina. Á köflum hefur það verið vandamál hve hægir við erum. Þótt við séum góðir í því þá þurfum við að geta spilað fjölbreyttan leik.“ Eru fleiri breytingar á leikmannahópnum í farvatninu? Nei – heldurðu það? Ég bara spyr? Ekki nema ég verði rekinn. Maður þjálfar fyrir djobbinu sínu þessa dagana. Það er helst hætta á því. Heldurðu að það sé einhver hætta? Já, ég gæti alveg trúað því, já.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti