Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2023 10:23 Fata og eigendur hennar, kúabændurnir í Gunnbjarnarholti, Arnar Bjarni og Berglind. Magnús Hlynur Hreiðarsson Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira