Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Hólmfríður Gísladóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. janúar 2023 11:25 Ríkissáttasemjari Vilhelm Gunnarsson Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira