Svíar og Frakkar áfram en Gottfridsson meiddist Smári Jökull Jónsson skrifar 25. janúar 2023 21:24 Glenn Solberg og lærisveinar hans fagna á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/EPA Svíþjóð og Frakkland tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik með sigrum á Egyptum og Þjóðverjum. Sigur Svía gæti þó orðið þeim dýrkeyptur. Svíar eru búnir að færa sig yfir til Stokkhólms og tóku á móti Egyptum í Tele 2 Arena. Svíar voru sterkari aðilinn frá upphafi og leiddu 14-9 í hálfleik. Andreas Palicka, sem átti stórleik í sigri Svía á Íslandi, átti frábæran fyrri hálfleik og var maðurinn á bakvið fimm marka forskot þeirra í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Svíarnir forskotinu og unnu að lokum 26-22 sigur. Sigurinn gæti þó orðið dýrkeyptur. Lykilleikmaðurinn Jim Gottfridsson fór af velli meiddur og óttast Svíar að þátttöku hans á mótinu sé lokið. Jim Gottfridsson fór meiddur af velli í kvöld.Vísir/EPA Í frétt Aftonbladet kemur fram að Gottfridsson sé mögulega fingurbrotinn eða að fingurinn hafi farið úr lið. Hann var fluttur á sjúkrahús í myndatöku og bíða Svíar með öndina í hálsinum eftir fréttum. Niklas Ekberg var markahæstur hjá Svíum með sex mörk en Hassan Kaddah og Mohsen Mahmoud skoruðu fimm fyrir Egypta. Í hinum leik kvöldsins mættust Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, og margfaldir heimsmeistarar Frakka. Þjóðverjar voru betri aðilinn lengst af og leiddu allt fram í miðjan síðari hálfleik. Dika Mem reynir skot að marki Þjóðverja í leiknum í kvöld.Vísir/EPA Þá tóku Frakkar við sér. Remi Desbonnet var stórkostlegur í markinu og Frakkar náðu góðri forystu. Frakkar keyrðu einfaldlega yfir Þjóðverja síðustu tuttugu mínúturnar og unnu að lokum 35-28 sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. Ludovic Fabregas og Nedim Remili skoruðu báðir fimm mörk fyrir Frakka en Johannes Golla skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja. HM 2023 í handbolta Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Svíar eru búnir að færa sig yfir til Stokkhólms og tóku á móti Egyptum í Tele 2 Arena. Svíar voru sterkari aðilinn frá upphafi og leiddu 14-9 í hálfleik. Andreas Palicka, sem átti stórleik í sigri Svía á Íslandi, átti frábæran fyrri hálfleik og var maðurinn á bakvið fimm marka forskot þeirra í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Svíarnir forskotinu og unnu að lokum 26-22 sigur. Sigurinn gæti þó orðið dýrkeyptur. Lykilleikmaðurinn Jim Gottfridsson fór af velli meiddur og óttast Svíar að þátttöku hans á mótinu sé lokið. Jim Gottfridsson fór meiddur af velli í kvöld.Vísir/EPA Í frétt Aftonbladet kemur fram að Gottfridsson sé mögulega fingurbrotinn eða að fingurinn hafi farið úr lið. Hann var fluttur á sjúkrahús í myndatöku og bíða Svíar með öndina í hálsinum eftir fréttum. Niklas Ekberg var markahæstur hjá Svíum með sex mörk en Hassan Kaddah og Mohsen Mahmoud skoruðu fimm fyrir Egypta. Í hinum leik kvöldsins mættust Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, og margfaldir heimsmeistarar Frakka. Þjóðverjar voru betri aðilinn lengst af og leiddu allt fram í miðjan síðari hálfleik. Dika Mem reynir skot að marki Þjóðverja í leiknum í kvöld.Vísir/EPA Þá tóku Frakkar við sér. Remi Desbonnet var stórkostlegur í markinu og Frakkar náðu góðri forystu. Frakkar keyrðu einfaldlega yfir Þjóðverja síðustu tuttugu mínúturnar og unnu að lokum 35-28 sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. Ludovic Fabregas og Nedim Remili skoruðu báðir fimm mörk fyrir Frakka en Johannes Golla skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira