Segir Sólveigu aldrei tilbúna í samtal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 20:55 Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari Eflingar. Stöð 2/Egill Ólöfu Helgu Adolfsdóttur ritara Eflingar líst illa á fyrirhuguð verkföll og vill greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur stéttarfélög hafa samþykkt. Hana grunar að öðrum hópi félagsfólks innan Eflingar verði boðið að fara í verkfall hafni starfsfólk Íslandshótela að leggja niður störf. „Ég er ekki hlynnt því að fara í verkfall fyrir þennan skammtímasamning, þetta eru tólf mánuðir,“ segir Ólöf sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Ólöf segir Sólveigu Önnu hafa lýst því yfir á fundi samninganefndar Eflingar að mikill vilji væri á meðal hótelstarfsfólks til að fara í verkfall. Á þeim fundi var samþykkt að greidd yrðu atkvæði um verkfallið. Ólöf segist hins vegar hafa orðið vör við önnur viðbrögð við verkfallsboðun. „Ég hef heyrt að fólk sé meira hrætt og hafi ekki endilega áhuga á að fara í verkföll, finnist skrýtið að vera sett í þá stöðu að vera eina fólkið sem fer í verkfall og kýs um það. Þau hefðu kannski viljað, eins og ég sjálf, fá að kjósa um samninginn fyrst,“ segir Ólöf Helga. Væru greidd atkvæði um samninginn og hann felldur væri þannig ljósara að félagsmenn Eflingar væru til í meiri átök. Viðtalið við Ólöfu Helgu má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Atburðarásin hafi verið löngu ákveðin Hún telur að meirihluti almennra félagsmanna í Eflingu vilji greiða atkvæði um þann samning sem hefur legið á borðinu í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Það sem við erum að horfa á núna, verði verkfallsboðun samþykkt, þá hafa Samtök atvinnulífsins gefið út að afturvirknin verði alveg slegin út af borðinu. Það eru 115 þúsund krónur til dæmis fyrir mig sem ég myndi annars fá með laununum mínum 1. febrúar,“ segir Ólöf Helga og vísar til orða Halldórs Benjamíns sem segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Í sama viðtali við Halldór Benjamín vísar hann til þess að formenn annarra stéttarfélaga hafa kallað Eflingu eins konar eyland í íslenskri stéttabaráttu. Ólöf segir þá þróun hafa hafist með ákvörðun Eflingar að taka ekki þátt í kjaraviðræðum í samfloti með Starfsgreinasambandinu. Ólöf Helga tekur einnig undir það að atburðarás síðustu vikna hafi verið löngu ákveðin. „Ég myndi segja það já. Mér finnst Sólveig Anna hafa verið alveg skýr á því, frá því hún bauð sig fram síðast, að hún ætlaði í átök,“ segir Ólöf Helga. „Hún ætlar að hreinsa til á skrifstofunni og þá eru það hópuppsagnir, hún ætlar í róttæka baráttu og þá eru það verkföll. Hún er aldrei tilbúin í samtal, það þarf alltaf að vera átök annars er það sem kemur út úr því ekki þess virði,“ bætir hún við. Öðrum hóp verði boðið að fara í verkfall Hún segir að Starfsgreinasambandið hafi unnið vel að því að ná sínum samningi sem Efling líti á sem núllpunkt. „Ég ætla ekki að halda því fram að það sé einhver brjálaður illvilji eða ásetningur að koma okkur hingað, en mér finnst Sólveig samt hafa gefið okkur skýrar vísbendingar um það að þetta væri það sem hún vildi gera,“ segir Ólöf Helga. Hún gerir ráð fyrir að Sólveig Anna sé með annan hóp félagsmanna á reiðum höndum, verði verkfallinu hafnað af hótelstarfsmönnum. „Það verður þá bara næsta verkfallsboðun. Bílstjórar, ræstingarfólk, almennir byggingarstarfsmenn,“ segir Ólöf Helga spurð út í hvaða hópar séu líklegir til að fá boð um verkfall. Hún vonar að fólk horfi gagnrýnum augum á fyrirhugað verkfall. Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá starfsfólki Íslandshótela lýkur á mánudagskvöld. Ólöf Helga telur að verkfallsboðunin verði felld. Hún segir hins vegar að starfsfólk sé ekki nægilega vel upplýst. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég er ekki hlynnt því að fara í verkfall fyrir þennan skammtímasamning, þetta eru tólf mánuðir,“ segir Ólöf sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Ólöf segir Sólveigu Önnu hafa lýst því yfir á fundi samninganefndar Eflingar að mikill vilji væri á meðal hótelstarfsfólks til að fara í verkfall. Á þeim fundi var samþykkt að greidd yrðu atkvæði um verkfallið. Ólöf segist hins vegar hafa orðið vör við önnur viðbrögð við verkfallsboðun. „Ég hef heyrt að fólk sé meira hrætt og hafi ekki endilega áhuga á að fara í verkföll, finnist skrýtið að vera sett í þá stöðu að vera eina fólkið sem fer í verkfall og kýs um það. Þau hefðu kannski viljað, eins og ég sjálf, fá að kjósa um samninginn fyrst,“ segir Ólöf Helga. Væru greidd atkvæði um samninginn og hann felldur væri þannig ljósara að félagsmenn Eflingar væru til í meiri átök. Viðtalið við Ólöfu Helgu má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Atburðarásin hafi verið löngu ákveðin Hún telur að meirihluti almennra félagsmanna í Eflingu vilji greiða atkvæði um þann samning sem hefur legið á borðinu í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Það sem við erum að horfa á núna, verði verkfallsboðun samþykkt, þá hafa Samtök atvinnulífsins gefið út að afturvirknin verði alveg slegin út af borðinu. Það eru 115 þúsund krónur til dæmis fyrir mig sem ég myndi annars fá með laununum mínum 1. febrúar,“ segir Ólöf Helga og vísar til orða Halldórs Benjamíns sem segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Í sama viðtali við Halldór Benjamín vísar hann til þess að formenn annarra stéttarfélaga hafa kallað Eflingu eins konar eyland í íslenskri stéttabaráttu. Ólöf segir þá þróun hafa hafist með ákvörðun Eflingar að taka ekki þátt í kjaraviðræðum í samfloti með Starfsgreinasambandinu. Ólöf Helga tekur einnig undir það að atburðarás síðustu vikna hafi verið löngu ákveðin. „Ég myndi segja það já. Mér finnst Sólveig Anna hafa verið alveg skýr á því, frá því hún bauð sig fram síðast, að hún ætlaði í átök,“ segir Ólöf Helga. „Hún ætlar að hreinsa til á skrifstofunni og þá eru það hópuppsagnir, hún ætlar í róttæka baráttu og þá eru það verkföll. Hún er aldrei tilbúin í samtal, það þarf alltaf að vera átök annars er það sem kemur út úr því ekki þess virði,“ bætir hún við. Öðrum hóp verði boðið að fara í verkfall Hún segir að Starfsgreinasambandið hafi unnið vel að því að ná sínum samningi sem Efling líti á sem núllpunkt. „Ég ætla ekki að halda því fram að það sé einhver brjálaður illvilji eða ásetningur að koma okkur hingað, en mér finnst Sólveig samt hafa gefið okkur skýrar vísbendingar um það að þetta væri það sem hún vildi gera,“ segir Ólöf Helga. Hún gerir ráð fyrir að Sólveig Anna sé með annan hóp félagsmanna á reiðum höndum, verði verkfallinu hafnað af hótelstarfsmönnum. „Það verður þá bara næsta verkfallsboðun. Bílstjórar, ræstingarfólk, almennir byggingarstarfsmenn,“ segir Ólöf Helga spurð út í hvaða hópar séu líklegir til að fá boð um verkfall. Hún vonar að fólk horfi gagnrýnum augum á fyrirhugað verkfall. Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá starfsfólki Íslandshótela lýkur á mánudagskvöld. Ólöf Helga telur að verkfallsboðunin verði felld. Hún segir hins vegar að starfsfólk sé ekki nægilega vel upplýst.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira