Gunnhildur og eiginkonan yfirgefa Orlando Pride Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 21:09 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Orlando Pride. Jeremy Reper/ISI Photos/Getty Images Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Orlando Pride þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins, en ásamt Gunnhildi hefur eiginkona hennar, kanadíski markvörðurinn Erin McLeod, einnig yfirgefið félagið. Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, gekk til liðs við Orlandi Pride í janúar árið 2021 og hefur því verið hjá félaginu í slétt tvö ár. Gunnhildur og Erin gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum og ætla nú að snúa aftur til Íslands. Gunnhildur hóf feril sinn hjá Stjörnunni þar sem hún lék 119 deildarleiki áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. McLeod var einnig á láni hjá Stjörnuliðinu árið 2020. Erin McLeod and Gunny Jónsdóttir have announced their departures from the NWSL.— Orlando Pride (@ORLPride) January 24, 2023 Í bréfi sem Gunnhildur sendir stuðningsmönnum Orlandi Pride á heimasíðu félagsins þakkar hún fyrir frábæran tíma hjá félaginu. „Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur. „Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“ „Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod.Orlando Pride Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins, en ásamt Gunnhildi hefur eiginkona hennar, kanadíski markvörðurinn Erin McLeod, einnig yfirgefið félagið. Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, gekk til liðs við Orlandi Pride í janúar árið 2021 og hefur því verið hjá félaginu í slétt tvö ár. Gunnhildur og Erin gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum og ætla nú að snúa aftur til Íslands. Gunnhildur hóf feril sinn hjá Stjörnunni þar sem hún lék 119 deildarleiki áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. McLeod var einnig á láni hjá Stjörnuliðinu árið 2020. Erin McLeod and Gunny Jónsdóttir have announced their departures from the NWSL.— Orlando Pride (@ORLPride) January 24, 2023 Í bréfi sem Gunnhildur sendir stuðningsmönnum Orlandi Pride á heimasíðu félagsins þakkar hún fyrir frábæran tíma hjá félaginu. „Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur. „Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“ „Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod.Orlando Pride
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira