Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 21:23 Þröstur Jónsson er allt annað en ánægður með félaga sína í sveitarstjórn að fá ekki að taka þátt í umræðum um Fjarðaheiðargöng, sem ætlað er að tengja Seyðisfjörð og Hérað. Vegagerðin Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu. Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu.
Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24