Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2023 20:32 Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir allt of marga hvali drepast við að festast í veiðarfærum við strendur Íslands. Einn til tveir hvalir drepast árlega við Ísland vegna þessa. Vísir/Egill Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina. Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“ Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“
Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31