Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:08 Margir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óveðursins sem þar geysaði. Vísir/Steingrímur Dúi Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu. Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu.
Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira