„Ég hætti þegar ég er dauður” – Segir 86 ára prentari á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2023 21:00 Þráinn með konu sinni, Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur en þau eiga og reka Héraðsprent á Egilsstöðum af miklum myndarskap. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og prentsmiðjum landsins fækkar og fækkar þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera eins og hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Eigandinn og prentsmiðjustjórinn, sem stendur vaktina alla daga verður 86 ára á árinu og gefur ekki tommu eftir við að stýra fyrirtækinu. Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents
Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira