„Ég hætti þegar ég er dauður” – Segir 86 ára prentari á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2023 21:00 Þráinn með konu sinni, Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur en þau eiga og reka Héraðsprent á Egilsstöðum af miklum myndarskap. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og prentsmiðjum landsins fækkar og fækkar þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera eins og hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Eigandinn og prentsmiðjustjórinn, sem stendur vaktina alla daga verður 86 ára á árinu og gefur ekki tommu eftir við að stýra fyrirtækinu. Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents Múlaþing Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents
Múlaþing Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum