Manchester United vill fá Kane í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 11:31 Manchester United er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Michael Regan/Getty Images Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi. Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Sjá meira
Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Sjá meira