„Kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Images Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að leikmenn íslenska landsliðsins eigi að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir með hvernig varnarleikur liðsins er settur upp. Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira