Fjórir eru í haldi í Belgíu vegna málsins en þeir eru grunaðir um að hafa þegið peninga frá Katar og Marokkó í skiptum fyrir að reyna að hafa áhrif á ýmis mál á Evrópuþinginu. Katar og Marokkó þvertaka fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á lagasetningu með því að gefa gjafir og peninga.
Fjórmenningarnir voru handteknir í síðasta mánuði eftir að lögregla fann mikið magn peningaseðla, um eina og hálfa milljón evra í húsleit á nokkrum stöðum í Belgíu. Saksóknarar segja nú að Panzeri hafi samþykkt að upplýsa um alla málavöxtu samkvæmt lagasetningu um uppljóstrara sem aðeins einu sinni áður hefur verið notuð í Belgíu.
Hin sem grunuð eru í málinu eru gríska Evrópuþingkonan Eva Kaili sem var einn af varaforsetum þingsins, kærasti hennar, Francesco Giorgi og lobbíistinn Niccolo Figa-Talamanca.