„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2023 13:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna. Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“ Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“
Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira