„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. janúar 2023 13:36 Í nýjasta þætti af Baklandinu var meðal annars rætt við slökkviliðsmanninn Einar Örn Jónsson. Stöð 2 Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. Rætt var við Einar Örn í nýjasta þætti af Baklandinu. Í þættinum lýsir hann sinni upplifun af þessu hörmungaratviki sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á hann. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að hafa afskipti af svona slysavarna- og björgunarmálum. Ég var nú bara fimmtán ára sem messagutti á varðskipi og svo fór ég yfir í björgunarsveitirnar '85 minnir mig. Þá fer ég mjög fljótlega á þessa afmælisæfingu sem verður þarna uppi í Borgarfirði og þar lendum við í því að það verður þarna alvöru útkall á æfingunni. Það drukkna þarna tveir drengir.“ „Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig“ Eftir að drengirnir fundust fór Einar niður í fjöruna þar sem hann tók við öðrum drengnum. „Ég tek við barninu og held á því upp. Þá var nú búið að setja teppi á þá og svoleiðis og búið að reyna að endurlífga þá. Ég man alltaf eftir því, ég labbaði upp grýtta fjöruna. Þegar ég kem upp fyrir fjörukambinn þá er lögreglubíll á bryggjunni og börur. Faðirinn var með í lögreglubílnum og ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum. Það var erfitt.“ „Við erum alltaf að reyna okkar besta í þessum geira en stundum dugir það ekki til. Það er bara því miður þannig. Þetta er eitthvað svona móment sem maður gleymir ekkert svo glatt. Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum Baklandið Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Rætt var við Einar Örn í nýjasta þætti af Baklandinu. Í þættinum lýsir hann sinni upplifun af þessu hörmungaratviki sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á hann. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að hafa afskipti af svona slysavarna- og björgunarmálum. Ég var nú bara fimmtán ára sem messagutti á varðskipi og svo fór ég yfir í björgunarsveitirnar '85 minnir mig. Þá fer ég mjög fljótlega á þessa afmælisæfingu sem verður þarna uppi í Borgarfirði og þar lendum við í því að það verður þarna alvöru útkall á æfingunni. Það drukkna þarna tveir drengir.“ „Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig“ Eftir að drengirnir fundust fór Einar niður í fjöruna þar sem hann tók við öðrum drengnum. „Ég tek við barninu og held á því upp. Þá var nú búið að setja teppi á þá og svoleiðis og búið að reyna að endurlífga þá. Ég man alltaf eftir því, ég labbaði upp grýtta fjöruna. Þegar ég kem upp fyrir fjörukambinn þá er lögreglubíll á bryggjunni og börur. Faðirinn var með í lögreglubílnum og ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum. Það var erfitt.“ „Við erum alltaf að reyna okkar besta í þessum geira en stundum dugir það ekki til. Það er bara því miður þannig. Þetta er eitthvað svona móment sem maður gleymir ekkert svo glatt. Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum
Baklandið Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira