Mjög ósáttar með að fá ekki æfingaferð í sólina eins og karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 10:00 Selma Sól Magnúsdóttir í leik með Rosenborg á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Getty/Diego Souto Íslendingaliðið Rosenborg í norsku kvennadeildinni hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að tíma ekki að bjóða kvennaliði sínu upp á það sama og karlaliðið fær. Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde. Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde.
Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira