Erlent

Tugir látnir og inn­flutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá hvernig rútubifreið leit út eftir slysið þann 8. janúar síðastliðinn.
Hér má sjá hvernig rútubifreið leit út eftir slysið þann 8. janúar síðastliðinn. Getty/Abdoulaye Ba/Anadolu Agency

Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. 

Guardian greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að annað umferðarslys hafi orðið í landinu þann 8. janúar síðastliðinn þar sem fjötutíu létu lífið og yfir hundrað særðust. Þar var um að ræða árekstur tveggja rútubifreiða.

Í kjölfar slysanna tveggja hafi yfirvöld heitið því að taka ástand samgangna í landinu í gegn og setja fleiri lög hvað varðar umferðarreglur og samgöngur almennt til þess að frekar megi tryggja öryggi. Sem dæmi um nýjar reglur hafi hámarkshraði rútubifreiða verið festur í 90 kílómetrum á klukkustund og bann á innflutningi notaðra dekkja.

Greint er frá því að helstu orsakir umferðarslysa séu taldar vera mistök bílstjóra, lélegir vegir, úr sér genginn bílafloti og notkun notaðra dekkja. Þá eru notuð dekk sögð talin vera það sem olli slysinu í þetta sinn.

Umferðarslys eru sögð fremur algeng í Senegal en sautján milljónir búa þar í landi og verða um 24 dauðsföll vegna samgönguslysa á hverja 100 þúsund íbúa. Ef litið er til sömu hlutfalla annars staðar er til dæmis talað um sex dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa innan Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×