Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Hinrik Wöhler skrifar 15. janúar 2023 22:15 Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs. Vísir/Pawel Cieslikewicz Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. „Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“ Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“
Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira