Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 23:16 Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og hann er á því að Arsenal endi fyrir neðan bæði Manchesterliðin. Vísir/Getty Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester. Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“ Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira