„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. janúar 2023 07:00 Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Saga Sig elskar fallegar yfirhafnir.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hún er tjáningarform. Mér finnst að klæða sig upp vera eitt form sköpunar rétt eins og að taka myndir, mála eða skrifa. Það getur líka breytt skapinu manns að klæða sig upp, ef ég átt erfiðan dag, er í erfiðum verkefnum og á fundum þá breytir til dæmis litrík kápa eða kjóll heilmiklu. Litagleðin ræður hér ríkjum.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Akkúrat núna eru það Bottega Veneta stígvélin mín sem ég fer ekki úr, svört miu miu taska og loafers sem ég fann á vintage síðu. Loafers sem Saga fann á nytjasíðu eru í miklu uppáhaldi. Aðsend Aðrar flíkur eru til dæmis teinótt dragt sem ég keypti notaða og er frá Yohji Yamamoto, svo vönduð hönnun og efni. Fimmtán árum síðar nota ég hana enn þá og hún er byrjuð að vera smá snjáð en mér finnst það bara fallegt. Ég á líka mjög mikið af ótrúlega fallegum vintage flíkum sem ég held mikið upp á og svo elska ég allt sem mamma hefur prjónað á mig. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég geri það ekki, en ég eyði alveg tíma í að skoða föt á netinu, Instagram fyrir innblástur og les tískutímarit. Litríkur kjóll og strigaskór blandast vel saman.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég væri tvær týpur. Önnur „týpan“ mín klæðist öllu svörtu, elskar jakkaföt, svarta leðurjakka og stígvél, er frekar minimal og myndi elska að eiga allt frá Ann Demeulemeester og Rick Owens. Saga segist vera tvær týpur, önnur er frekar svart klædd og minimalísk.Aðsend Og svo er það hin týpan mín, sem er algjör páfugl og elskar liti, áferð og glansandi hluti, helst smá 70's skvísu. Stundum blandast þessi element svo saman. Ég á mikið af vintage flíkum sem ég hef safnað gegnum tíðina og svo er ég með smá jakka og kápu blæti. Stundum er svo einfalt að vera í gallabuxum og stuttermabol og svo fallegri kápu yfir. Stundum er mikilvægt að dressa sig upp fyrir búðarferðina.Aðsend Annars er ég alltaf jafn hissa þegar fólk segir við mig að það myndi aldrei þora að ganga í einhverju sem ég er í þótt það langi til þess. Ég pæli ég nákvæmlega ekkert í því hvað einhverjum gæti mögulega fundist um það hvernig ég klæði mig, ég klæði mig fyrir sjálfa mig. Saga klæðir sig fyrir sjálfa sig.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei. Ég á myndir af mér fimm ára í svipuðum outfitum og ég myndi vera í dag. Var alltaf í kjólum og búningum og setti ekki eina hálsfesti á mig heldur tíu. Á gelgjuskeiðinu gekk ég í sama outfit-inu alla daga sem var Manchester United húfa og íþróttagalli og ég neitaði að láta taka myndir af mér og máta föt. Aðsend Ég blómstraði svo eftir útskrift úr menntaskóla, þegar ég byrjaði að vinna í vintage búðum og komst í gossið i Rokk og Rósum og Spúútnik. Þá hófst meira experimental skeið hjá mér og þegar ég bjó í London klæddist ég eiginlega bara vintage fötum. Akkúrat núna er ég ólétt og þá klæði ég mig öðruvísi og er bara njóta þess að líkaminn minn sé að breytast. Ég er eiginlega í þröngum kjólum alla daga og hef haft mikla þörf að skreyta mig með skarti, greinilega lítill tískugosi sem ég geng með. Saga gengur mikið í þröngum og glæsilegum kjólum á óléttunni. Á myndinni má einnig sjá barnsföður hennar, Vilhelm Anton.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Mjög mikið gegnum Instagram og Pinterest en elska líka að sitja á kaffihúsi og skoða tímarit, sérstaklega dönsk tímarit eins og Eurowoman. Svo les ég líka alveg greinar, til dæmis á Vogue, og horfi á Youtube video eða Tiktok. Svo er það þetta klassíska að ég er mjög innblásin af fólkinu í kringum mig, sérstaklega fjölskyldu og vinkonum. Glamúr og kjólar einkenna meðgöngustíl Sögu Sig.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ekkert sérstaklega, en kannski eru það bara litir sem ég elska en mér finnst ekkert fara mér vel, til dæmis gulur. Ég veit líka hvað fer vaxtalaginu mínu, ég er með kvenlegar línur og vel oftast föt eftir því. Ég versla ekki af síðum eins og Shein sem fara illa með starfsfólkið sitt og fötin eru full af eiturefnum. Ég vanda valið sérstaklega í skóm og fylgihlutum og vel efni sem endast. Ég er reyni svo oft að klæða mig aðeins fínna upp á föstudögum Saga reynir alltaf að klæða sig fínna upp á föstudögum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég hugsa að það sé Dior kjóll sem ég klæddist fyrir viðtal fyrir breskt tímarit. Hann var svo fallegur og svo gaman að fá að klæðast svona fallegri ævintýralegri flík. Dior kjóllinn sem sem Saga elskaði að klæðast.Aðsend Annars elskaði ég líka Hildar Yeoman pallíettu dragtina sem ég klæddist í YLS partýi í stokkhólmi. Ég var með kúrekahatt við og ég elskaði það look, væri helst til í að ganga í svona fötum alla daga. Saga Sig klæddist Yeoman pallíettudragt í tískupartýi YSL og rokkaði kúrekahattinn við.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kaupa minna og kaupa vandað sem endist. Ekki hugsa hvað öðrum finnst. Tískutal Tíska og hönnun Barnalán Menning Myndlist Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Lítill naglbítur á leiðinni“ Listamennirnir Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eiga von á barni. 31. október 2022 17:46 Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. 19. ágúst 2022 08:01 Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Saga Sig elskar fallegar yfirhafnir.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hún er tjáningarform. Mér finnst að klæða sig upp vera eitt form sköpunar rétt eins og að taka myndir, mála eða skrifa. Það getur líka breytt skapinu manns að klæða sig upp, ef ég átt erfiðan dag, er í erfiðum verkefnum og á fundum þá breytir til dæmis litrík kápa eða kjóll heilmiklu. Litagleðin ræður hér ríkjum.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Akkúrat núna eru það Bottega Veneta stígvélin mín sem ég fer ekki úr, svört miu miu taska og loafers sem ég fann á vintage síðu. Loafers sem Saga fann á nytjasíðu eru í miklu uppáhaldi. Aðsend Aðrar flíkur eru til dæmis teinótt dragt sem ég keypti notaða og er frá Yohji Yamamoto, svo vönduð hönnun og efni. Fimmtán árum síðar nota ég hana enn þá og hún er byrjuð að vera smá snjáð en mér finnst það bara fallegt. Ég á líka mjög mikið af ótrúlega fallegum vintage flíkum sem ég held mikið upp á og svo elska ég allt sem mamma hefur prjónað á mig. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég geri það ekki, en ég eyði alveg tíma í að skoða föt á netinu, Instagram fyrir innblástur og les tískutímarit. Litríkur kjóll og strigaskór blandast vel saman.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég væri tvær týpur. Önnur „týpan“ mín klæðist öllu svörtu, elskar jakkaföt, svarta leðurjakka og stígvél, er frekar minimal og myndi elska að eiga allt frá Ann Demeulemeester og Rick Owens. Saga segist vera tvær týpur, önnur er frekar svart klædd og minimalísk.Aðsend Og svo er það hin týpan mín, sem er algjör páfugl og elskar liti, áferð og glansandi hluti, helst smá 70's skvísu. Stundum blandast þessi element svo saman. Ég á mikið af vintage flíkum sem ég hef safnað gegnum tíðina og svo er ég með smá jakka og kápu blæti. Stundum er svo einfalt að vera í gallabuxum og stuttermabol og svo fallegri kápu yfir. Stundum er mikilvægt að dressa sig upp fyrir búðarferðina.Aðsend Annars er ég alltaf jafn hissa þegar fólk segir við mig að það myndi aldrei þora að ganga í einhverju sem ég er í þótt það langi til þess. Ég pæli ég nákvæmlega ekkert í því hvað einhverjum gæti mögulega fundist um það hvernig ég klæði mig, ég klæði mig fyrir sjálfa mig. Saga klæðir sig fyrir sjálfa sig.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei. Ég á myndir af mér fimm ára í svipuðum outfitum og ég myndi vera í dag. Var alltaf í kjólum og búningum og setti ekki eina hálsfesti á mig heldur tíu. Á gelgjuskeiðinu gekk ég í sama outfit-inu alla daga sem var Manchester United húfa og íþróttagalli og ég neitaði að láta taka myndir af mér og máta föt. Aðsend Ég blómstraði svo eftir útskrift úr menntaskóla, þegar ég byrjaði að vinna í vintage búðum og komst í gossið i Rokk og Rósum og Spúútnik. Þá hófst meira experimental skeið hjá mér og þegar ég bjó í London klæddist ég eiginlega bara vintage fötum. Akkúrat núna er ég ólétt og þá klæði ég mig öðruvísi og er bara njóta þess að líkaminn minn sé að breytast. Ég er eiginlega í þröngum kjólum alla daga og hef haft mikla þörf að skreyta mig með skarti, greinilega lítill tískugosi sem ég geng með. Saga gengur mikið í þröngum og glæsilegum kjólum á óléttunni. Á myndinni má einnig sjá barnsföður hennar, Vilhelm Anton.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Mjög mikið gegnum Instagram og Pinterest en elska líka að sitja á kaffihúsi og skoða tímarit, sérstaklega dönsk tímarit eins og Eurowoman. Svo les ég líka alveg greinar, til dæmis á Vogue, og horfi á Youtube video eða Tiktok. Svo er það þetta klassíska að ég er mjög innblásin af fólkinu í kringum mig, sérstaklega fjölskyldu og vinkonum. Glamúr og kjólar einkenna meðgöngustíl Sögu Sig.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ekkert sérstaklega, en kannski eru það bara litir sem ég elska en mér finnst ekkert fara mér vel, til dæmis gulur. Ég veit líka hvað fer vaxtalaginu mínu, ég er með kvenlegar línur og vel oftast föt eftir því. Ég versla ekki af síðum eins og Shein sem fara illa með starfsfólkið sitt og fötin eru full af eiturefnum. Ég vanda valið sérstaklega í skóm og fylgihlutum og vel efni sem endast. Ég er reyni svo oft að klæða mig aðeins fínna upp á föstudögum Saga reynir alltaf að klæða sig fínna upp á föstudögum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég hugsa að það sé Dior kjóll sem ég klæddist fyrir viðtal fyrir breskt tímarit. Hann var svo fallegur og svo gaman að fá að klæðast svona fallegri ævintýralegri flík. Dior kjóllinn sem sem Saga elskaði að klæðast.Aðsend Annars elskaði ég líka Hildar Yeoman pallíettu dragtina sem ég klæddist í YLS partýi í stokkhólmi. Ég var með kúrekahatt við og ég elskaði það look, væri helst til í að ganga í svona fötum alla daga. Saga Sig klæddist Yeoman pallíettudragt í tískupartýi YSL og rokkaði kúrekahattinn við.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kaupa minna og kaupa vandað sem endist. Ekki hugsa hvað öðrum finnst.
Tískutal Tíska og hönnun Barnalán Menning Myndlist Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Lítill naglbítur á leiðinni“ Listamennirnir Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eiga von á barni. 31. október 2022 17:46 Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. 19. ágúst 2022 08:01 Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00
„Lítill naglbítur á leiðinni“ Listamennirnir Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eiga von á barni. 31. október 2022 17:46
Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. 19. ágúst 2022 08:01
Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30
„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01