Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum.
Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu.
Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023
Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.
„Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá.
„Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni.
„Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni.
Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026.
— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023
https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor
Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026.
Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari.
Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið.