Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“ Hinrik Wöhler skrifar 11. janúar 2023 20:56 Sigurður Bragason er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig. Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira