Segist sár eftir að hafa horft á Tár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 11:49 Marin Alsop að störfum. Alexi Rosenfeld/Getty Images) Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út. Kvikmyndin Tár hefur vakið mikla athygli og líklegt þykir að hún verði fyrirferðarmikil á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir myndina og hefur hlotið mikið lof fyrir. Í stuttu máli leikur Blanchet samkynhneigðan hljómsveitarstjóra sem sökuð er um að beita ungar tónlistarkonur kynferðislegu ofbeldi. Hin mögulega fyrirmynd aldrei verið sökuð um ofbeldi Bent hefur verið á, meðal annars í gagnrýni New York Times, að hin ímyndaða persóna Blanchet, og Alsop, sem var um tíma eini kvenkyns hljómsveitarstjórinn til að leiða stóra sinfónuhljómsveit, deili ýmsum líkindum. Cate Blanchett þykir líkleg til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik hennar í Tár.Hanna Lassen/Getty Images Báðar eru samkynhneigðar, báðar eru giftar hljóðfæraleikara í sinfóníuhljómsveit og báðar einu kvenkyns hljómsveitarstjórarnir sem hafa verið í þeirri stöðu að leiða stóra sinfóníuhljómsveit, önnur í raunveruleikanum, hin í kvikmyndinni. Sá reginmunur er þó á þeim að Alsop hefur aldrei verið sökuð um ofbeldi í garð neins, líkt og gerist með persónu Blanchet í myndinni. Alsop segir að þessi þáttur myndarinnar sé særandi. „Ég las fyrst um myndina seint í ágúst og ég var í áfalli yfir því að ég væri fyrst að heyra um hana þá,“sagði Alsop í nýlegu viðtali við Sunday Times í Bretlandi. Myndin kom út í september á síðasta ári. „Svo margir yfirborðskenndir þættir Tár virtust passa við mitt eigið líf. En þegar ég sá myndina hafði ég ekki lengur áhyggjur. Ég var sár. Ég var sár sem kona, ég var sár sem hljómsveitarstjóri, ég var sár sem lesbía,“ sagði Alsop. Gagnrýnir hún það að þegar loksins sé gerð mynd um kvenkyns hljómsveitarstjóra sé hún gerð að ofbeldismanni. „Það hryggði mig mjög,“ sagði Alsop. Athygli vekur að persóna Blanchet nefnir Alsop á nafn í myndinni, strax í upphafi þegar persóna hennar er í viðtali við blaðamann. Hollywood Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. 6. janúar 2023 16:51 Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21. desember 2022 20:32 Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. 13. desember 2022 10:27 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Tár hefur vakið mikla athygli og líklegt þykir að hún verði fyrirferðarmikil á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir myndina og hefur hlotið mikið lof fyrir. Í stuttu máli leikur Blanchet samkynhneigðan hljómsveitarstjóra sem sökuð er um að beita ungar tónlistarkonur kynferðislegu ofbeldi. Hin mögulega fyrirmynd aldrei verið sökuð um ofbeldi Bent hefur verið á, meðal annars í gagnrýni New York Times, að hin ímyndaða persóna Blanchet, og Alsop, sem var um tíma eini kvenkyns hljómsveitarstjórinn til að leiða stóra sinfónuhljómsveit, deili ýmsum líkindum. Cate Blanchett þykir líkleg til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik hennar í Tár.Hanna Lassen/Getty Images Báðar eru samkynhneigðar, báðar eru giftar hljóðfæraleikara í sinfóníuhljómsveit og báðar einu kvenkyns hljómsveitarstjórarnir sem hafa verið í þeirri stöðu að leiða stóra sinfóníuhljómsveit, önnur í raunveruleikanum, hin í kvikmyndinni. Sá reginmunur er þó á þeim að Alsop hefur aldrei verið sökuð um ofbeldi í garð neins, líkt og gerist með persónu Blanchet í myndinni. Alsop segir að þessi þáttur myndarinnar sé særandi. „Ég las fyrst um myndina seint í ágúst og ég var í áfalli yfir því að ég væri fyrst að heyra um hana þá,“sagði Alsop í nýlegu viðtali við Sunday Times í Bretlandi. Myndin kom út í september á síðasta ári. „Svo margir yfirborðskenndir þættir Tár virtust passa við mitt eigið líf. En þegar ég sá myndina hafði ég ekki lengur áhyggjur. Ég var sár. Ég var sár sem kona, ég var sár sem hljómsveitarstjóri, ég var sár sem lesbía,“ sagði Alsop. Gagnrýnir hún það að þegar loksins sé gerð mynd um kvenkyns hljómsveitarstjóra sé hún gerð að ofbeldismanni. „Það hryggði mig mjög,“ sagði Alsop. Athygli vekur að persóna Blanchet nefnir Alsop á nafn í myndinni, strax í upphafi þegar persóna hennar er í viðtali við blaðamann.
Hollywood Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. 6. janúar 2023 16:51 Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21. desember 2022 20:32 Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. 13. desember 2022 10:27 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. 6. janúar 2023 16:51
Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21. desember 2022 20:32
Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. 13. desember 2022 10:27