Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 10:43 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að viðræðuslit Eflingarfólks gætu kostað félagsmenn Eflingar um þrjá milljarða króna þar sem afturvirkni samninga sé ekki lengur á borðinu. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12