Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2023 19:21 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Það var komið að ögurstundu í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þegar fjölmenn samninganefnd félagsins mætti á fund með fulltrúum atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í morgun með nýtt gagntilboð upp á vasann. Hafið þið gengið nógu langt til að koma til móts við Samtök atvinnulífsins? Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynsluna sýna að félagið geti náð fram betri kjarasamningum en aðrir með góðri samstöðu eins og nú.Stöð 2/Egill „Við höfum í öllu þessu ferli sýnt mjög einbeittan og eindregin samningsvilja. Hann er einnig sýnilegur í þessu tilboði,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á leið á fundinn. Samkvæmt tilboðinu hefðu grunnlaun hækkað á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en að auki fengju allir 15 þúsund króna framfærsluuppbót. Laun hefðu því samtals hækkað um 55 til tæplega áttatíu þúsund krónur. Til samanburðar gáfu lífskjarasamningarnir um 90 þúsund króna launahækkun á rúmum þremur árum. Þetta eru launakröfur Eflingar en auk þess lagði félagið til alls kyns breytingar á launatöflum.Grafík/Sara Sameiginlegur fundur deiluaðila stóð í raun aðeins yfir í um fimmtán mínútur. Að honum loknum fundaði samninganefnd Eflingar í sínum hópi og eftir um hálftíma ákvað hún að slíta viðræðunum. „Þá er það bara næsta verkefni samninganefndar Eflingar að setjast niður og undirbúa svo kallaða verkfallsboðun. Svo þarf hún að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir himinn og haf á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafi verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði. Kostnaðurinn við tilboð Eflingar væri tvöfaldur miðað við þá samninga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að taka þyrfti upp alla nýgerða samninga ef gengið yrði að kröfum Eflingar.Stöð 2/Egill „Ef við hefðum gengið lengra hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem nú þegar hafa verið undirritaðir hér í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna. Vel að merkja þessum samningum hefur verið tekið mjög vel af þjóðinni og verið samþykktir af 80 til 90 prósent af öllum launþegum í þeim stéttarfélögum sem við höfum samið við,“ sagði Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir engar raunverulegar viðræður hafa farið fram á fundinum í morgun. „Það hefur náttúrlega alltaf verið þannig að SGS samningurinn er það sem á að láta okkur taka við. Við höfum aftur á móti, eins og ég hef margoft komið á framfæri, útskýrt með mjög málefnalegum og vel ígrunduðum hætti að hann hentar okkur ekki,“ segir Sólveig Anna. Kjarasamningar við sveitarfélögin eru enn í gildi og renna ekki út fyrr en í vor. Halldór Benjamín segist hugsi yfir að stór hluti samninganefndarfólks Eflingar starfaði hjá hinu opinbera og væri því ekki aðilar að samningum við Samtök atvinnulífsins. „En eru engu að síður á sama tíma að taka ákvörðun um viðræðuslit og mögulegar verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Það var komið að ögurstundu í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þegar fjölmenn samninganefnd félagsins mætti á fund með fulltrúum atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í morgun með nýtt gagntilboð upp á vasann. Hafið þið gengið nógu langt til að koma til móts við Samtök atvinnulífsins? Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynsluna sýna að félagið geti náð fram betri kjarasamningum en aðrir með góðri samstöðu eins og nú.Stöð 2/Egill „Við höfum í öllu þessu ferli sýnt mjög einbeittan og eindregin samningsvilja. Hann er einnig sýnilegur í þessu tilboði,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á leið á fundinn. Samkvæmt tilboðinu hefðu grunnlaun hækkað á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en að auki fengju allir 15 þúsund króna framfærsluuppbót. Laun hefðu því samtals hækkað um 55 til tæplega áttatíu þúsund krónur. Til samanburðar gáfu lífskjarasamningarnir um 90 þúsund króna launahækkun á rúmum þremur árum. Þetta eru launakröfur Eflingar en auk þess lagði félagið til alls kyns breytingar á launatöflum.Grafík/Sara Sameiginlegur fundur deiluaðila stóð í raun aðeins yfir í um fimmtán mínútur. Að honum loknum fundaði samninganefnd Eflingar í sínum hópi og eftir um hálftíma ákvað hún að slíta viðræðunum. „Þá er það bara næsta verkefni samninganefndar Eflingar að setjast niður og undirbúa svo kallaða verkfallsboðun. Svo þarf hún að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir himinn og haf á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafi verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði. Kostnaðurinn við tilboð Eflingar væri tvöfaldur miðað við þá samninga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að taka þyrfti upp alla nýgerða samninga ef gengið yrði að kröfum Eflingar.Stöð 2/Egill „Ef við hefðum gengið lengra hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem nú þegar hafa verið undirritaðir hér í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna. Vel að merkja þessum samningum hefur verið tekið mjög vel af þjóðinni og verið samþykktir af 80 til 90 prósent af öllum launþegum í þeim stéttarfélögum sem við höfum samið við,“ sagði Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir engar raunverulegar viðræður hafa farið fram á fundinum í morgun. „Það hefur náttúrlega alltaf verið þannig að SGS samningurinn er það sem á að láta okkur taka við. Við höfum aftur á móti, eins og ég hef margoft komið á framfæri, útskýrt með mjög málefnalegum og vel ígrunduðum hætti að hann hentar okkur ekki,“ segir Sólveig Anna. Kjarasamningar við sveitarfélögin eru enn í gildi og renna ekki út fyrr en í vor. Halldór Benjamín segist hugsi yfir að stór hluti samninganefndarfólks Eflingar starfaði hjá hinu opinbera og væri því ekki aðilar að samningum við Samtök atvinnulífsins. „En eru engu að síður á sama tíma að taka ákvörðun um viðræðuslit og mögulegar verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12
Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent