Íhuga að senda breska skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 18:15 Breskir hermenn á Challenger 2 skriðdrekum á æfingu. Bretar eru sagðir íhuga að senda tíu skriðdreka til Úkraínu. EPA/FILIP SINGER Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í síðustu viku umfangsmiklar hergagnasendingar til Úkraínu. Þær fela meðal annars í sér að senda vestræna bryndreka til Úkraínu, sem sumir hverjir eru hannaðir til bardaga en ekki eingöngu til þess að flytja hermenn, eins og þeir vestrænu bryndrekar sem sendir hafa verið til Úkraínu hingað til. Bandaríkjamenn ætla að senda fimmtíu Bradley-bryndreka til Úkraínu og Þjóðverjar fjörutíu Marder-bryndreka. Frakkar ætla að senda Úkraínumönnum þrjátíu AMX-10 farartæki, sem hægt er að lýsa sem léttum skriðdrekum. Frekari upplýsingar um bryndrekana og AMX-10 má finna í fréttinni hér að neðan. Þegar áðurnefnd ákvörðun var tilkynnt í síðustu viku þökkuðu Úkraínumenn fyrir sig en ítrekuðu að þeir hefðu þörf fyrir vestræna skriðdreka. Slíkar hergagnasendingar myndu hjálpa þeim að binda enda á innrás Rússa. Erindrekar þeirra um fimmtíu ríkja sem eru bakhjarlar Úkraínu munu funda þann 20. janúar næstkomandi. Í frétt Sky segir að mögulega verði ákvörðun um að senda skriðdreka til Úkraínu opinberuð þá, ef sú ákvörðun verður tekin. Guardian hefur einnig eftir heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bretlands að málið sé til skoðunar. Challenger 2 skriðdrekar hafa verið í notkun í Bretlandi frá 1994 en þeir voru hannaðir á níunda áratugnum. Hann er meðal annars búinn 120 mm fallbyssu. Fjórir menn eru í áhöfn skriðdrekans sem er með 1.200 hestafla dísilvél. Bretar gerðu í fyrra stóran samning við breska fyrirtækið BAE Systems Land og þýska fyrirtækið Rheinmetall um að nútímavæða 148 skriðdreka. Eftir breytingarnar eiga þeir að kallast Challenger 3. Vona að steinvala komi af stað skriðu Einn heimildarmaður Sky segir að verið sé að skoða að senda tíu Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það þykir í sjálfu sér ekki afgerandi vopnasending, ef af verður. Sky segir þó að slík vopnasending til Úkraínu gæti leitt til þess að ráðamenn í fleiri ríkjum gætu tekið sambærilegt skref. „þetta verður gott fordæmi fyrir aðra, og þá aðallega fyrir Þjóðverja og Leopard-skriðdreka þeirra. Líka Abrams-skriðdreka frá Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður Sky í Úkraínu. Úkraínumenn og önnur ríki í Austur-Evrópu hafa kallað eftir því að Leopard 2-skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu og þar á meðal í Póllandi og í Finnlandi en ráðamenn þar hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Lokaákvörðunin er þó á höndum ríkisstjórnar Þýskalands og þeir hafa þvertekið fyrir að ríkin sendi umrædda skriðdreka til Úkraínu. Hér að neðan má sjá tíst frá Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands. Tékkar hafa sent gamla en uppfærða T-72 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Na tank T-72, který poputuje na Ukrajinu, jsem napsal state ným ukrajinským obránc m krátký vzkaz. V ím, e Ukrajinci zvít zí v jejich boji s ruským agresorem. pic.twitter.com/XtM4NdaMDX— Petr Fiala (@P_Fiala) January 9, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Hernaður Tengdar fréttir Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í síðustu viku umfangsmiklar hergagnasendingar til Úkraínu. Þær fela meðal annars í sér að senda vestræna bryndreka til Úkraínu, sem sumir hverjir eru hannaðir til bardaga en ekki eingöngu til þess að flytja hermenn, eins og þeir vestrænu bryndrekar sem sendir hafa verið til Úkraínu hingað til. Bandaríkjamenn ætla að senda fimmtíu Bradley-bryndreka til Úkraínu og Þjóðverjar fjörutíu Marder-bryndreka. Frakkar ætla að senda Úkraínumönnum þrjátíu AMX-10 farartæki, sem hægt er að lýsa sem léttum skriðdrekum. Frekari upplýsingar um bryndrekana og AMX-10 má finna í fréttinni hér að neðan. Þegar áðurnefnd ákvörðun var tilkynnt í síðustu viku þökkuðu Úkraínumenn fyrir sig en ítrekuðu að þeir hefðu þörf fyrir vestræna skriðdreka. Slíkar hergagnasendingar myndu hjálpa þeim að binda enda á innrás Rússa. Erindrekar þeirra um fimmtíu ríkja sem eru bakhjarlar Úkraínu munu funda þann 20. janúar næstkomandi. Í frétt Sky segir að mögulega verði ákvörðun um að senda skriðdreka til Úkraínu opinberuð þá, ef sú ákvörðun verður tekin. Guardian hefur einnig eftir heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bretlands að málið sé til skoðunar. Challenger 2 skriðdrekar hafa verið í notkun í Bretlandi frá 1994 en þeir voru hannaðir á níunda áratugnum. Hann er meðal annars búinn 120 mm fallbyssu. Fjórir menn eru í áhöfn skriðdrekans sem er með 1.200 hestafla dísilvél. Bretar gerðu í fyrra stóran samning við breska fyrirtækið BAE Systems Land og þýska fyrirtækið Rheinmetall um að nútímavæða 148 skriðdreka. Eftir breytingarnar eiga þeir að kallast Challenger 3. Vona að steinvala komi af stað skriðu Einn heimildarmaður Sky segir að verið sé að skoða að senda tíu Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það þykir í sjálfu sér ekki afgerandi vopnasending, ef af verður. Sky segir þó að slík vopnasending til Úkraínu gæti leitt til þess að ráðamenn í fleiri ríkjum gætu tekið sambærilegt skref. „þetta verður gott fordæmi fyrir aðra, og þá aðallega fyrir Þjóðverja og Leopard-skriðdreka þeirra. Líka Abrams-skriðdreka frá Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður Sky í Úkraínu. Úkraínumenn og önnur ríki í Austur-Evrópu hafa kallað eftir því að Leopard 2-skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu og þar á meðal í Póllandi og í Finnlandi en ráðamenn þar hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Lokaákvörðunin er þó á höndum ríkisstjórnar Þýskalands og þeir hafa þvertekið fyrir að ríkin sendi umrædda skriðdreka til Úkraínu. Hér að neðan má sjá tíst frá Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands. Tékkar hafa sent gamla en uppfærða T-72 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Na tank T-72, který poputuje na Ukrajinu, jsem napsal state ným ukrajinským obránc m krátký vzkaz. V ím, e Ukrajinci zvít zí v jejich boji s ruským agresorem. pic.twitter.com/XtM4NdaMDX— Petr Fiala (@P_Fiala) January 9, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Hernaður Tengdar fréttir Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00