Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2023 11:39 Sólveig Anna fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir áramót. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent