Fluginu frestað eftir árekstur á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 20:45 Farþegar vélarinnar voru beðnir að safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar og bíða frekari upplýsinga. Una María Flugvél á vegum hollenska flugfélagsins Transavia, sem áætlað var að flygi til Amsterdam nú í kvöld, er ekki á förum í bráð. Ástæðan er sú að ökutæki við störf á flugvellinum var ekið á vélina. Í samtali við Vísi segir Una María Magnúsdóttir, sem var stödd inni í vélinni þegar fréttastofa náði af henni tali, að flugmaðurinn hefði tjáð farþegum að því miður yrði ekki flogið í kvöld vegna þessa óhapps sem varð meðan vélin var í stæði. „Við fengum tilkynningu um að það hefði ökutæki keyrt á vélina og hún væri of sködduð til að fljúga,“ segir Una. Farþegar bíði frekari upplýsinga Farþegar hafi verið beðnir að fara frá borði og safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar þar sem þeim var tjáð að þeir fengju nýtt flug klukkan 9:30 í fyrramálið. „Flugmaðurinn sagði að vélin væri það sködduð að þau þyrftu að fá einhverja skoðun til að mega fljúga með okkur. Helst hefðu þau viljað setja okkur í nýja vél en það væri engin laus. Þannig að það eru bara allir á hótel og reynt aftur á morgun,“ sagði Una. Sjálf ætlaði hún þó ekki að verja nóttinni á hóteli, heldur hafði hún þegar hringt í kærastann sinn sem ætlaði að koma um hæl og sækja hana. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við fréttastofu að ekið hefði verið á vélina og málið væri í skoðun. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 20:56. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Una María Magnúsdóttir, sem var stödd inni í vélinni þegar fréttastofa náði af henni tali, að flugmaðurinn hefði tjáð farþegum að því miður yrði ekki flogið í kvöld vegna þessa óhapps sem varð meðan vélin var í stæði. „Við fengum tilkynningu um að það hefði ökutæki keyrt á vélina og hún væri of sködduð til að fljúga,“ segir Una. Farþegar bíði frekari upplýsinga Farþegar hafi verið beðnir að fara frá borði og safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar þar sem þeim var tjáð að þeir fengju nýtt flug klukkan 9:30 í fyrramálið. „Flugmaðurinn sagði að vélin væri það sködduð að þau þyrftu að fá einhverja skoðun til að mega fljúga með okkur. Helst hefðu þau viljað setja okkur í nýja vél en það væri engin laus. Þannig að það eru bara allir á hótel og reynt aftur á morgun,“ sagði Una. Sjálf ætlaði hún þó ekki að verja nóttinni á hóteli, heldur hafði hún þegar hringt í kærastann sinn sem ætlaði að koma um hæl og sækja hana. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við fréttastofu að ekið hefði verið á vélina og málið væri í skoðun. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 20:56.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira