Körfubolti

Ægir í sigurliði gegn toppliðinu en Þórir þurfti að sætta sig við tap

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante eru á góðu skriði í spænsku B-deildinni í körfubolta.
Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante eru á góðu skriði í spænsku B-deildinni í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét

Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti toppliði MoraBanc Andorra í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld, 73-66. Þá þurftu Þórir Þorbjarnarson og félagar hans í Oviedo að sætta sig við 15 stiga tap gegn Gipuzkoa í sömu deild.

Ægir og félagar hafa verið á góðu skriði í spænsku B-deildinni, en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð.

Eftir sigurinn situr Alicante í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki, þremur stigum á eftir toppliðinu.

Gengi Þóris og félaga hefur hins vegar ekki verið jafn gott undanfarið, en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð.

Oviedo situr nú í 14. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×