Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2023 18:34 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir tilboð SA með öllu óviðunandi. Vísir/Ívar Fannar Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57
Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00
SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47