Viska skilaði 11 prósenta ávöxtun í krefjandi fjárfestingaumhverfi
![Daði Kristjánsson,framkvæmdastjóri Visku Digital Assets](https://www.visir.is/i/592C6FE82C196E33A57FAA6E0E5BB1CAE236822B57330BF566F9F8223309907E_713x0.jpg)
Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hækkaði um 11 prósent frá stofnun sjóðsins í júlí fram til áramóta. Á tímabilinu þróaðist gengi sjóðsins með hagfelldari hætti en gengi tveggja stærstu rafmyntanna, íslensku úrvalsvísitölunnar og hinnar bandarísku S&P 500.