Fótbolti

Mbappé og Hakimi mættu á Times Square í New York og enginn fattaði neitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé og Achraf Hakimi mættu á leik Brooklyn Nets og San Antonio Spurs í NBA-deildinni og fengu sæti niðri á gólfi.
Kylian Mbappé og Achraf Hakimi mættu á leik Brooklyn Nets og San Antonio Spurs í NBA-deildinni og fengu sæti niðri á gólfi. AP/Frank Franklin II

Fótboltamennirnir Kylian Mbappé og Achraf Hakimi áttu báðir frábært heimsmeistaramót með landsliðum sínum.

Mbappé varð markakóngur keppninnar og skoraði þrennu í úrslitaleiknum þar sem Frakkar töpuðu í vítakeppni.

Hakimi og félagar í Marokkó náðu bestum árangri Afríkuþjóðar í sögu keppninnar með því að komast alla leið í undanúrslitin.

Mbappé og Hakimi voru ekki lengi í frí eftir heimsmeistarakeppnina og spiluðu báðir sinn fyrsta leik 28. desember.

Þeir fengu aftur á móti að fara saman í ævintýraferð til Bandaríkjanna eftir leik PSG-liðsins á Nýársdag.

Mbappé og Hakimi mættu meðal annars á NBA-leik þar sem þeir fengu báðir svaka móttökur. Það var ljóst að menn vissu alveg hverjir þeir voru.

Það gerði hins vegar enginn þegar félagarnir mættu á Times Square í New York og enginn fattaði neitt.

Mbappé og Hakimi pössuðu að það sæist ekki í andlit þeirra og því var fjöldi fólks sem var í kringum þessa frægu fótboltamenn án þess að átta sig á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×