Kaldasti desember á landinu í hálfa öld Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 13:38 Fólk á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni í desember. Þó að snjóþyngsli hafi sett mark sitt á mánuðinn var úrkoma í Reykjavík aðeins um þriðjungur af hefðbundinni desemberúrkomu. Óvenjuseint byrjaði líka að snjóa. Vísir/Vilhelm Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir Kjalarnesveg vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára.
Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir Kjalarnesveg vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira