Aðspurð segir Valgerður auðveldara að vera vegan í dag. Þá sé veganismi mikilvægt skref í þágu umhverfisins.
„Úrvalið í stórverslunum og veitingastöðum er það gott að það er bara ekkert mál að færa sig yfir í þennan vegan lífsstíl og svo er þetta náttúrulega mjög stórt umhverfismál. Við vitum það að dýraafurðaiðnaðurinn mengar mikið og ef við viljum vera ábyrg gagnvart umhverfinu þá er þetta bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka,“ segir Valgerður.
Hún segir allskyns viðburði vera á döfinni í mánuðinum.
„Strax á fimmtudag er trúnó í Iðnó sem hann Þorsteinn úr „Karlmennskunni“ stýrir þar sem að koma svona, ja, kannski þekktari einstaklingar sem eru grænkerar og segja frá sinni vegan vegferð og hvað varð til þess að þau urðu vegan.“
Frítt er á alla viðburði Veganúar en þeir eru níu talsins. Í fyrsta sinn verða nú haldnir tveir viðburðir í nafni átaksins á Akureyri en nánari upplýsingar um viðburðina má sjá á Veganúar.is.