Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. janúar 2023 13:08 Vatnstjón getur verið gríðarlega kostnaðarsamt og jafnvel óbótaskylt. Því er mikilvægt að sinna forvörnum. Myndin sýnir vatnsleka í Háskóla Íslands. Vísir/Egill Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“ Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“
Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira