Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2023 12:31 Heiðar hugsaði til konu sinnar og barna. Af hverju var hann ekki búinn að giftast konunni? Af hverju knúsaði hann börnin sín ekki dagana á undan? Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. Heiðar Örn sagði sögu sína í þáttunum Baklandið á Stöð 2 í gærkvöldi. Heiðar Örn, sem er þriggja barna faðir, rifjaði meðal annars upp útkall þegar ferðamaður lenti í helli með mikilli gasmengun. Fljótlega kom í ljós að ferðamaðurinn var látinn. Aðgerðin breyttist því úr björgunarútkalli í það að sækja lík hins látna. Heiðar Örn var hluti af fjögurra manna teymi sem réðst í verkið. Á þessum tíma var Heiðar bæði í slökkviliðsnámi og í hundrað prósent vinnu sem sjúkraflutningamaður. Hann var í námi á daginn og vann á kvöldin og um nóttina. Þegar að útkallinu kom hafði Heiðar ekki sofið í yfir tvo sólarhringa. Fjórmenningarnir voru allir með súrefnisgrímu og súrefniskút á bakinu og höfðu aðeins súrefni til að athafna sig í ákveðinn tíma inni í hellinum. Af hverju er ég ekki búinn að gifta mig? Heiðar varð að snúa við fyrr en hinir þrír og ganga út úr hellinum vegna stöðuna á hans súrefniskúti. Þegar hann gekk til baka festi hann sig með aðra löppina ofan í sprungu í íshellinum. Þarna var hann í raun einn og yfirgefinn og lýsir því í þættinum að ef hann hefði tekið af sér grímuna þá hefði farið illa. „Ég man að það gerðist allt mjög hratt á þessum tíma og ég horfði á loftmælinn minn rjúka niður. Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja. Ég man ég hugsaði, Heiðar hvað ert þú að pæla? Þú ert búinn að vera vakandi í tvo og hálfan sólarhring og engan veginn í standi til að takast á við þessar aðstæður og nú situr þú fastur,“ segir Heiðar og heldur áfram. „Ég fór líka að hugsa fyrst og fremst hvað ég væri mikill vitleysingur. Af hverju væri ég ekki búinn að gifta mig, ég gleymdi að kyssa konuna bless, ég er ekki búinn að knúsa börnin mín í þrjá daga af því að það er svo mikið að gera. Það var allt sem maður rifjaði upp á þessum örfáum sekúndum sem maður leyfði sér það. Ég man fyrst og fremst hvað ég var svekktur og leiður út í sjálfan mig,“ segir Heiðar. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum og hvernig Heiðar kom sér út úr aðstæðunum. Klippa: Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja Baklandið Slökkvilið Banaslys í íshelli á Hofsjökli Tengdar fréttir Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar að fara í íshellinn en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. 2. mars 2018 13:15 Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. 1. mars 2018 19:45 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Heiðar Örn sagði sögu sína í þáttunum Baklandið á Stöð 2 í gærkvöldi. Heiðar Örn, sem er þriggja barna faðir, rifjaði meðal annars upp útkall þegar ferðamaður lenti í helli með mikilli gasmengun. Fljótlega kom í ljós að ferðamaðurinn var látinn. Aðgerðin breyttist því úr björgunarútkalli í það að sækja lík hins látna. Heiðar Örn var hluti af fjögurra manna teymi sem réðst í verkið. Á þessum tíma var Heiðar bæði í slökkviliðsnámi og í hundrað prósent vinnu sem sjúkraflutningamaður. Hann var í námi á daginn og vann á kvöldin og um nóttina. Þegar að útkallinu kom hafði Heiðar ekki sofið í yfir tvo sólarhringa. Fjórmenningarnir voru allir með súrefnisgrímu og súrefniskút á bakinu og höfðu aðeins súrefni til að athafna sig í ákveðinn tíma inni í hellinum. Af hverju er ég ekki búinn að gifta mig? Heiðar varð að snúa við fyrr en hinir þrír og ganga út úr hellinum vegna stöðuna á hans súrefniskúti. Þegar hann gekk til baka festi hann sig með aðra löppina ofan í sprungu í íshellinum. Þarna var hann í raun einn og yfirgefinn og lýsir því í þættinum að ef hann hefði tekið af sér grímuna þá hefði farið illa. „Ég man að það gerðist allt mjög hratt á þessum tíma og ég horfði á loftmælinn minn rjúka niður. Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja. Ég man ég hugsaði, Heiðar hvað ert þú að pæla? Þú ert búinn að vera vakandi í tvo og hálfan sólarhring og engan veginn í standi til að takast á við þessar aðstæður og nú situr þú fastur,“ segir Heiðar og heldur áfram. „Ég fór líka að hugsa fyrst og fremst hvað ég væri mikill vitleysingur. Af hverju væri ég ekki búinn að gifta mig, ég gleymdi að kyssa konuna bless, ég er ekki búinn að knúsa börnin mín í þrjá daga af því að það er svo mikið að gera. Það var allt sem maður rifjaði upp á þessum örfáum sekúndum sem maður leyfði sér það. Ég man fyrst og fremst hvað ég var svekktur og leiður út í sjálfan mig,“ segir Heiðar. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum og hvernig Heiðar kom sér út úr aðstæðunum. Klippa: Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja
Baklandið Slökkvilið Banaslys í íshelli á Hofsjökli Tengdar fréttir Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar að fara í íshellinn en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. 2. mars 2018 13:15 Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. 1. mars 2018 19:45 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar að fara í íshellinn en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. 2. mars 2018 13:15
Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. 1. mars 2018 19:45
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00