Trommari Modest Mouse látinn eftir glímu við krabbamein Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 09:23 Jeremiah Green á sviði með Modest Mouse í Kaliforníu í maí í fyrra. Vísir/EPA Jeremiah Green, trommuleikari bandarísku indírokksveitarinnar Modest Mouse, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Aðeins liðu örfáir dagar á milli þess að sveitin greindi frá því að Green glímdi við krabbamein þar til hann lést. Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023 Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira