Fótbolti

21 af 30 leikmönnum sautján ára landsliðsins lugu til um aldur sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn kamerúnska sautján ára landsliðsins á HM í Brasilíu 2019.
Leikmenn kamerúnska sautján ára landsliðsins á HM í Brasilíu 2019. Getty/Gilson Borba

Þjálfari kamerúnska sautján ára landsliðsins í fótbolta þarf nánast að velja nýtt landslið eftir að upp komst um svindl stórs hluta leikmannahóps liðsins.

Búið var að velja þrjátíu manna leikmannahóp fyrir Afríkukeppni sautján ára landsliða seinna í þessum mánuði en í ljós kom að allir nema níu höfðu logið til um aldur sinn.

Þessir tuttugu og einn höfðu allir sagt að þeir væru yngri en þeir eru í rauninni til að fá sæti í liðinu.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir væru ekki löglegir í liðið og voru þeir því allir sendir heim.

Kamerúnska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu um þetta mál. Þar segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem svona mál kemur upp í kamerúnskum fótbolta en að sambandið taki þetta mjög alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×