Faðir Jude Bellingham sagður vilja sjá strákinn sinn í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2023 09:31 Jude Bellingham sést hér fagna í leik með enska landsliðinu á HM í Katar í desember. Getty/Richard Heathcote Nýjasta slúðrið í kringum enska landsliðsmanninn Jude Bellingham bendir til þess að Liverpool sé að missa af honum. Hinn nítján ára gamli miðjumaður er draumamaður fyrir miðjuna hjá Liverpool sem þarf nauðsynlega á liðstyrk sem fyrst. Rumour has it that Jude Bellingham's father wants him to transfer to Liverpool...Read the gossip #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2023 Bellingham hefur ekki aðeins spilað frábærlega með Dortmund heldur sýndi hann einnig þroska sinn og hæfileika á stærsta sviðinu með því að leika stórkostlega með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar. Dortmund ætlar að selja Bellingham, helst í sumar, en svo gæti einnig farið að hann fari í janúar sé eitthvað félag tilbúið að borga vel fyrir kappann. Erlendu blöðin velta því stanslaust fyrir sér hvar Bellingham muni enda en auk Liverpool eru stórlið Real Madrid og Manchester City einnig með í kapphlaupinu. | Jude Bellingham's father, Mark Bellingham, who acts as his closet advisor and has far more influence than any agent, wants the midfielder to sign for Liverpool in the summer, even though the player has had his head turned by both Real Madrid and Man City. [@footyinsider247] pic.twitter.com/am7Y5hpTp7— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 31, 2022 Nú síðast hafa verið upp vangaveltur að leikmaðurinn sjálfur sé spenntastur að fara til Real Madrid. Heimildir hjá Football Insider vefnum herma hins vegar að faðir Jude Bellingham vilji ekki sjá hann taka skrefið til Spánar heldur fara til Jürgen Klopp hjá Liverpool. Stuðningsmönnum Liverpool dreymir um að fá Bellingham en hækkandi verðmiði og þessi mikli áhugi hjá Real Madrid dregur vissulega úr líkum á því að hann endi á Anfield. Nú er bara að sjá hvort strákurinn sé tilbúinn að hlusta á pabba sinn og hvort Liverpool sé tilbúið að setja mikinn pening í þennan framtíðarleiðtoga sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í lok júní. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
Hinn nítján ára gamli miðjumaður er draumamaður fyrir miðjuna hjá Liverpool sem þarf nauðsynlega á liðstyrk sem fyrst. Rumour has it that Jude Bellingham's father wants him to transfer to Liverpool...Read the gossip #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2023 Bellingham hefur ekki aðeins spilað frábærlega með Dortmund heldur sýndi hann einnig þroska sinn og hæfileika á stærsta sviðinu með því að leika stórkostlega með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar. Dortmund ætlar að selja Bellingham, helst í sumar, en svo gæti einnig farið að hann fari í janúar sé eitthvað félag tilbúið að borga vel fyrir kappann. Erlendu blöðin velta því stanslaust fyrir sér hvar Bellingham muni enda en auk Liverpool eru stórlið Real Madrid og Manchester City einnig með í kapphlaupinu. | Jude Bellingham's father, Mark Bellingham, who acts as his closet advisor and has far more influence than any agent, wants the midfielder to sign for Liverpool in the summer, even though the player has had his head turned by both Real Madrid and Man City. [@footyinsider247] pic.twitter.com/am7Y5hpTp7— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 31, 2022 Nú síðast hafa verið upp vangaveltur að leikmaðurinn sjálfur sé spenntastur að fara til Real Madrid. Heimildir hjá Football Insider vefnum herma hins vegar að faðir Jude Bellingham vilji ekki sjá hann taka skrefið til Spánar heldur fara til Jürgen Klopp hjá Liverpool. Stuðningsmönnum Liverpool dreymir um að fá Bellingham en hækkandi verðmiði og þessi mikli áhugi hjá Real Madrid dregur vissulega úr líkum á því að hann endi á Anfield. Nú er bara að sjá hvort strákurinn sé tilbúinn að hlusta á pabba sinn og hvort Liverpool sé tilbúið að setja mikinn pening í þennan framtíðarleiðtoga sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í lok júní.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira