Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. desember 2022 07:01 Model Y er fallegur bíll, mögulega fyrsti klassíski rafbíllinn. Vilhelm Gunnarsson Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Söluhæstu framleiðendur ársins. Þessir framleiðendur seldu fleiri en 1.000 bíla á landinu í ár. Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð. Undirtegundir Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld. Fjöldi seldra ökutækja eftir orkugjafa í ár. Orkugjafar Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök. Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum. Vistvænir bílar Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent
Söluhæstu framleiðendur ársins. Þessir framleiðendur seldu fleiri en 1.000 bíla á landinu í ár. Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð. Undirtegundir Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld. Fjöldi seldra ökutækja eftir orkugjafa í ár. Orkugjafar Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök. Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum.
Vistvænir bílar Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent