Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson situr í fyrsta sæti þar með lagið Lengi lifum við. Þessi ástsæli söngvari átti líka vinsælasta lagið í fyrra en það var lagið Ef ástin er hrein þar sem hann söng ásamt GDRN.
Óður til allra
Í samtali við listann segir Jón:
„Lagið er óður til konunnar minnar þar sem ég stikla á stóru um okkar sögu en þetta er ekki síður óður til okkar allra. Ég trúi því að við í okkar bestu mynd eigum það besta skilið og segi því lengi lifum við!“
Lagið Lengi lifum við er að finna á samnefndri plötu sem kom út í október 2021 og náði miklum vinsældum á árinu sem er senn að líða.
Með yfir milljarð spilanna á Spotify
Danslagið Pepas fylgdi svo fast á eftir í öðru sæti en það er flutt af tónlistarmanninum Farruko og var mikið spilað bæði í útvarpi og á skemmtistöðum í ár. Pepas kom út sumarið 2021 en sló fyrst almennilega í gegn hérlendis snemma á árinu. Þá hefur það verið spilað rúmlega einum milljarð sinnum á streymisveitunni Spotify.
Andvökunætur urðu að vinsælu lagi
Júlí Heiðar á þriðja vinsælasta lag ársins, Ástin heldur Vöku, og segist hann þakklátur fyrir mögnuð viðbrögð við laginu.
„Það eru greinilega einhverjir sem eru að tengja við það. Lagið fjallar einfaldlega um það að vera andvaka út af ástinni eins og kannski titillinn gefur til kynna,“ segir Júlí og bætir við: „Ég átti nokkrar svoleiðis nætur og er textinn svolítið sprottinn út frá þessum andvöku nóttum og þeim hugsunum sem voru í gangi.“
Harry og Bríet
Harry Styles situr í fjórða sæti með lagið As it was, sem náði þeim magnaða árangri að vera mest spilaða lagið á Spotify í ár. Þá er Bríet í fimmta sæti með lagið Dýrð í dauðaþögn.
Árslisti FM957:
Árslistinn á Spotify: